fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Jóhannes Haukur leitaði aðstoðar netverja með kostulegum afleiðingum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 13:03

Jóhannes Haukur Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var að keyra 15 ára dóttur mína á skólaballið hennar,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í færslu á Facebook.

Á Jóhannes Haukur þar við dótturina Ólöfu Höllu, sem átti stórleik á móti föður sínum í kvikmyndinni Kuldi í fyrra sem gerð er eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur.

„Hún er í rauðum kjól sem móðir hennar klæddist fyrir tuttugu og fimm árum. Hún vildi ekki leyfa mér að taka mynd af okkur saman (hún er að flýja sjáið þið) vegna þess að það hefði verið „hallærislegt“. 

Mynd: Facebook

Ég náði bara þessari einu mynd af henni í kjólnum (hún er enn í úlpunni utan yfir (hún snýr að minnsta kosti að myndavélinni). Getur einhver vinsamlegast sett okkur saman á einni mynd? Takk,“ biður Jóhannes Haukur.

Mynd: Facebook

Og netverjar skila sínu, eins og alltaf og með kostulegum hætti.

Ljóst er að ekki eru allir að ná því hver „hallærislegi„ pabbinn er, á meðan aðrir halda ekki vatni yfir að fá að aðstoða leikara úr Game of Thrones seríunni. 

„Takk fyrir að taka eftir mér Matt. Kann að meta það. Hvað stelpuna mína varðar er ég samt bara hallærislegi pabbi hennar,“ svarar Jóhannes Haukur hæverskur einum aðdáanda.

Mynd: Facebook
Mynd: Facebook
Mynd: Facebook
Mynd: Facebook
Mynd: Facebook
Mynd: Facebook

Og uppáhaldið okkar, þar sem netverji vill að Jóhannes Haukur laumi sér með á ballið:

Mynd: Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður