fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Mokar inn seðlum á að niðurlægja karlmenn

Fókus
Laugardaginn 16. mars 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsvettvangur fólks getur verið býsna misjafn en líklega eru fáir sem hafa jafn óvenjulegt starf og hin 27 ára Sharna Beckman.

Sharna, sem er áströlsk, heldur úti OnlyFans-síðu þar sem áskrifendur hennar eru karlar sem vilja láta niðurlægja sig. Borga þeir henni pening fyrir að tala niður til þeirra og gera lítið úr þeim, til dæmis varðandi stærðina á getnaðarlimi þeirra.

Þetta virðist skila tekjum í vasann og nefnir Sharna að einn mánuðinn hafi hún fengið 20 milljónir króna í tekjur af síðunni. Sharna segir að hana hafi lengi dreymt um að starfa í „fullorðinsbransanum“ eins og hún orðar það í viðtali við Daily Star.

Hún getur stjórnað sinni vinnu sjálf og getur því látið annan draum sinn rætast samhliða en það er að ferðast um heiminn. Hefur hún þegar heimsótt 27 lönd á síðustu árum og stefnir hún á að heimsækja mun fleiri lönd þegar fram líða stundir.

Áskrifendur að síðunni eru margir og segir hún frá einu vandræðalegu augnabliki í viðtalinu. Komst hún að því að 35 ára gamall frændi hennar var á meðal áskrifenda.

„Hann reyndi að segja mér að þetta væri ekki hann. Þetta væri vinur hans sem væri giftur og gæti ekki notað sitt rétta nafn eða sitt kreditkort,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki trúað þessari sögu í eina sekúndu. Fjarlægði hún hann af síðunni í kjölfarið.

Sharna segir að hún og frændi hennar hafi oft hist þegar þau voru börn og hittist stundum í fjölskylduboðum. Veit hún ekki hvernig andrúmsloftið verður næst þegar þau hittast. „Ég hef ekki sagt fjölskyldunni minni frá þessu því ég vil ekki búa til eitthvað drama,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður