fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Stórstjarnan lögsækir fyrrverandi aftur – Nú skal sækja krónurnar allt til 2007

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og spjallþáttastjórnandinn Kelly Clarkson hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum, Brandon Blackstock, fyrir dómstóla, þar sem hún sakar hann og rekstrarfélag föður hans um að gera ólöglega samninga í hennar nafni.

Þetta er í annað sinn sem Clarkson stefnir Blackstock, en fyrra málið vann hún í nóvember 2023 og var Blackstock sagður hafa rukkað hana um þóknum vegna viðskiptasamninga sem hann hafði ekki umboð til að gera, og dæmdur til að greiða henni 2,6 milljónir dala.

Líkt og í fyrra skiptið stefnir Clarkson Blackstock og fyrirtæki föður hans Narvel Blackstock, Starstruck Entertainment,vegna ásakana um að hann hafi sem umboðsmaður hennar gert samninga í hennar nafni án samþykkis hennar. Fyrra málið náði aftur til ársins 2019, en nú fer Clarkson lengra aftur og nær nýja málið allt til ársins 2007.

Dómsmálin tóku við eftir skilnað

Clarkson og Blackstock giftu sig árið 2013 og eiga þau tvö börn, dótturina River, níu ára, og soninn Remington, sjö ára. Blackstock á einnig tvö eldri börn frá fyrra hjónabandi. Í júní árið 2020 sótti Clarkson um skilnað sem gengið var frá árið 2022. Samþykkti Clarkson að greiða Blackstock 45.601 dala mánaðarlega, ásamt 1,3 milljón dala eingreiðslu.

Eftir það tóku dómsmálin við vegna umboðsmennsku Blackstock. Starstruck fyrirtækið hóf deilurnar í september 2020 þegar það stefndi Clarkson fyrir að hafa brotið munnlegan samning við rekstrarfyrirtækið og sagði Clarkson einnig skulda meira en 1,4 milljónir dala í þóknun.

Starfaði sem umboðsmaður en skorti leyfi

Clarkson fékk vinnunefnd Kaliforníu með sér í lið og sakaði hún Blackstock um að brjóta lög um hæfileikaskrifstofur (e. Talent Agency) í Kaliforníu, sem krefjast þess að þeir sem vilja starfa sem umboðsmenn þurfi leyfi til starfans.

Vinnunefndin ákvað í úrskurði sínum seint á síðasta ári að Blackstock hefði starfað án tilskilins leyfis sem umboðsmaður fyrir Clarkson þegar hann hjálpaði henni að fá starf sem einn þjálfaranna í þætti NBC-sjónvarpsstöðarinnar The Voice, auk samninga um Billboard tónlistarverðlaunin og samstarf með Wayfair og Norwegian Cruise Lines.

Úrskurðurinn tók aðeins tillit til samninga sem gerðir voru frá 20. október 2019, til loka samstarfs Clarksons við Blackstock og úrskurðaði nefndin að hann yrði að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni 2.641.374 dala fyrir ólögmætar þóknanir sem hann innheimti.

Vill aðgang að bókhaldinu öllu

Nú heldur Clarkson eins og áður sagði að sama eigi við um samninga sem Blackstock gerði fyrir hennar hönd allt aftur til ársins 2007.

Hefur Clarkson beðið um aðgang að öllu bókhaldi Starfstruck sem henni tengist til að sjá hvort henni beri meiri endurgreiðsla en þær 2,6 milljónir dala sem hún hefur þegar fengið dæmdar.

Segir háttsemi Clarkson siðferðislega og lagalega ranga

Lögfræðingur Blackstock, Bryan Freedman, segir í viðtali við Rolling Stones að háttsetmi Clarkson sé með eindæmum. „Það er siðferðislega og lagalega rangt að reyna að fá peninga til baka frá fyrrverandi eiginmanni hennar sem ekki aðeins hjálpaði henni sem yfirmaður hennar heldur notaði tekjur sínar fyrir börn þeirra og til að halda uppi lífsstíl Kelly og Brandon í hjónabandi þeirra.“

Í fyrra málinu fékk Clarkson ekki allar kröfur sínar í gegn. Lilia Garcia-Brower, vinnumálastjóri Kaliforníu, hafnaði kröfu hennar um að fyrrverandi eiginmaður hennar greiði til baka þóknun sem hann fékk fyrir að aðstoða við að koma vinsælum spjallþætti hennar The Kelly Clarkson Show af stað. Taldi vinnumálastjórinn Blackstock hafa unnið í því tilviki undir nafni hæfileikaskrifstofunnar Creative Artists Agency og því ekki brotið lög hvað þá vinnu varðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður