fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Sigmar opnar sig um áfall úr æsku – „Ég varð fyrir kynferðisofbeldi í skóla”

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2024 18:00

Sigmar Guðmundsson þingmaður lýsir reynslunni í hlaðvarpinu Fullorðins. Mynd/Heiða Helgudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku en talaði ekki um það við nokkurn mann fyrr en áratugum síðar.

Sigmar er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpinu Fullorðins og fer ítarlega yfir baráttu sína við alkóhólisma og vegferðina að bata. Hann segir að nú þegar hann er orðinn eldri sjái hann æskuárin í öðru ljósi. Hann áttaði sig ekki á því á sínum tíma en hann varð undir í baráttunni við Bakkus frekar snemma.

„Þó það varð ekki verulegt vandamál fyrr en ég varð fullorðinn, þá fór þetta að trufla mig strax þegar ég var unglingur. Þetta hafði truflandi áhrif á skólagönguna mína að einhverju leyti og kannski gerði það líka að verkum þegar ég var kominn í framhaldsskóla að fókusinn var svolítið á helgunum, það var félagslífið og helgarnar. Ekki alveg nægilega mikið námið sem maður sér svolítið eftir í dag,“ segir hann.

„Svona niðurstaðan á þessu grúski mínu er bara pínu lítil sú að einhverra hluta vegna fæddist ég með þennan sjúkdóm, sem er alkóhólismi, hann byrjaði strax að hafa áhrif á mitt líf, bara um leið og ég byrjaði að drekka. En það er með þennan sjúkdóm eins og svo marga aðra, það tekur tíma fyrir hann að þróast og minn var þannig að þegar ég var kominn á fullorðinsár þá fór þetta að vera verulegt vandamál í mínu lífi og ég þurfti að skipta um takt og leita mér einhverrar aðstoðar við því.“

„Af hverju er maður svona?“

Sigmar hefur eytt miklum tíma í baksýnisspeglinum og veltir stundum fyrir sér af hverju er hann eins og hann er, af hverju þróast fíkn hjá sumum en ekki öðrum.

„Af hverju er maður svona? Ég svo sem varð fyrir ákveðnum áföllum þegar ég var barn, svona lenti í alvarlegum atvikum eins og allt of margir lenda í. Ég veit ekki hvort það hafi síðan einhver áhrif á það að alkóhólisminn þróast hjá manni. Það eru margir sem tala um að þessi sjúkdómur sé áfalladrifinn, að áföll í æsku geti verið eitthvað hreyfiafl í þessum sjúkdómi. Ég veit ekkert alveg hvað það er, hvort það séu áföll eða hvort þetta sé eitthvað í erfðum eða umhverfi sem skýrir þetta. En ég hins vegar veit að það gerist ekkert gott í mínu lífi ef ég er að drekka.“

Aðspurður hvers konar áföll sem hann gekk í gegnum segir Sigmar:

„Ég varð fyrir kynferðisofbeldi í skóla, í starfi tengdu skólanum. Ég hef í seinni tíð verið að skoða það í áfallavinnu. En þetta var ekkert sem maður opnaði á þegar maður var krakki, þetta var ekkert sem einhver vissi af. Ég held að það hafi mikið verið þannig á þessum tíma að þetta bara gerðist og maður var ringlaður og ruglaður og vissi ekkert hvað hafi komið fyrir. Svo talar maður auðvitað ekkert um þetta við einn einasta mann fyrr en maður er orðinn fullorðinn. Hann sagði mér það einmitt áfallasálfræðingurinn, sem ég var hjá lengi fyrir nokkrum árum, að þetta væri svona mjög klassískt dæmi. Ég er að koma til hennar í áfallavinnu, maður á miðjum aldri, með alkóhólismann minn í farteskinu og öllu sem honum hefur fylgt, ekki búinn að vinna í einu né neinu, hvorki því sem snýr að alkóhólismanum né áföllunum sem maður varð fyrir á undan í aðdragandanum og hún sagði við mig að svona dæmi væru að koma til hennar á hverjum einasta degi og til allra þeirra sem eru að vinna með æskuáföll.“

Sigmar ræðir nánar um baráttuna við alkóhólismann í nýjasta þætti af Fullorðins, sem má horfa á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður