fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ofurfyrirsætan greindist með húðkrabbamein – Segir fylgjendum sínum að passa þetta vel

Fókus
Fimmtudaginn 14. mars 2024 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christie Brinkley, leikkona og fyrrverandi ofurfyrirsæta, greindist á dögunum með húðkrabbamein. Um er að ræða svokallað grunnfrumukrabbamein sem uppgötvaðist fyrir hreina tilviljun.

Brinkley, sem varð sjötug fyrir rúmum mánuði, segir á Instagram-síðu sinni að hún hafi farið með dóttur sinni til húðlæknis fyrir skemmstu og spurt lækninn hennar út í lítinn blett á andliti sínu. Læknirinn hafi skoðað blettinn, tekið sýni og þá hafi komið í ljós að um illkynja mein var að ræða.

Grunnfrumukrabbamein er algengasta tegund húðkrabbameins og ef það uppgötvast snemma eru batahorfur góðar. Brinkley, sem var andlit snyrtivöruframleiðandans Cover Girl í aldarfjórðung, sendi fylgjendum sínum ákveðna viðvörun eftir að hafa sagt frá meininu.

„Góðu fréttirnar fyrir ykkur eru þær að það er hægt að koma í veg fyrir þessa tegund krabbameins með því að nota sólarvörn.“ Segist hún ekki hafa tekið notkun sólarvarna alvarlega lengi vel en það sé liðin tíð. Nú muni hún ekki fara í sólina án þess að vera með sólarvörn númer 30, að lágmarki, og í síðerma bol og með hatt á höfði.

Loks segir hún mikilvægt að fara í reglulegt tékk hjá húðlækni til að athuga hvort meinið hafi mögulega tekið sig upp annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður