fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Myndband af tveggja ára barni að veipa vekur óhug og reiði

Fókus
Fimmtudaginn 14. mars 2024 09:30

Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af ungu barni draga að sér reyk úr rafrettu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Barnið er enn í bleyju og sýgur rafrettuna á meðan heyra má í öðru barni hósta.

Barnið með rafrettuna er í barnabílstól og að sögn fjölmiðla vestanhafs er það aðeins tveggja ára gamalt.

Það fær sér smók og kallar síðan: „Nanny!“ Þá heyrist í einhverjum fullorðnum segja: „Hvað?“

Barnið segir síðan eitthvað óskiljanlegt en virðist vera að tala um rafrettuna þar sem það réttir rafrettuna fram og segir eitthvað.

Skjáskot/X

Hitt barnið, sem er ekki í mynd, fær hóstakast og segir: „Þú ert að kæfa mig með rafrettunni.“

Talið er að myndbandinu hafi verið lekið af Whatsapp-þræði og var síðan birt á X (áður Twitter) fyrr í mars. Það hefur vakið mikinn óhug og reiði meðal netverja.

Fólk vonar að með myndbandsbirtingunni muni vera hægt að bera kennsl á foreldra barnsins og tryggja öryggi barnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður