fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Ómar gagnrýnir fjölmiðlafólk fyrir að nota þessi tvö tískuorð stöðugt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur gengið svo langt, að þegar tveir fréttamenn hafa talað í frétt, hafa báðir stagast á þessu ágenga tískuyrði,“ segir Ómar Ragnarsson, fyrrverandi fréttamaður og fjölmiðlamaður til margra ára, í pistli á bloggsíðu sinni.

Þar veltir hann fyrir sér hvort orðin „heldur betur“ verði orð ársins og segir hann að allt stefni í það. Ómar slær á létta strengi í pistlinum og segir meðal annars:

„Í lok síðustu ára hefur fest í sessi að velja svokölluð „orð ársins.“

Já, heldur betur.

Að undanförnu hefur engu verið líkara en eins konar stífla hafi brostið hjá fjölmiðlafólki landsins með sífelldri og víðtækri notkun orðanna „heldur betur“.“

 Bendir hann á að þegar séu komnir fram fréttamenn sem byrja jafnvel alltaf á þessu sem fyrstu orðum tilsvara.

„Er einhver von til að þessu heldur betur fári fari að linna? Nei, heldur betur ekki. Það hefur nefnilega færst heldur betur í vöxt að nota þessi síbyljulegu orð heldur betur bæði í bæði jákvæðri og neikvæðri umgjörð.“

Ómar endar pistilinn á þessum orðum:

„Þess vegna er það heldur betur ekki tilviljun hve mikið verðandi orð ársins 2024 eru notuð í þessum stutta pistli.  Já, heldur betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum
Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan nær óþekkjanleg eftir dramatískt þyngdartap á Mounjaro

Söngkonan nær óþekkjanleg eftir dramatískt þyngdartap á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?