fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Afhjúpar ástæðuna fyrir sambandsslitunum árið 2003

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 08:50

Ben Afflec og Jennifer Lopez. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez afhjúpar ástæðuna fyrir því að hún og eiginmaður hennar, leikarinn Ben Affleck, hafi hætt saman árið 2003.

Hjónin tóku saman aftur árið 2021 eftir um sautján ára aðskilnað. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 og var mikið fjölmiðlafár í kringum samband þeirra. Þau trúlofuðust ári seinna en slitu sambandinu í lok árs 2003, örfáum dögum áður en þau ætluðu að ganga í það heilaga.

„Við hættum saman þremur dögum fyrir brúðkaupið okkar,“ sagði J.Lo í nýju heimildarmynd hennar, The Greatest Love Story Never Told.

„Við vorum búin að plana stórt brúðkaup en við brotnuðum undan álaginu þremur dögum áður.“

Parið árið 2003. Mynd/Getty Images

Ben Affleck tók undir með eiginkonu sinni. Hann sagði fjölmiðlafárið í kringum samband þeirra hafi verið ástæðan fyrir sambandsslitunum

„Mér fannst þetta mjög erfitt, því mér leið ekki bara eins og ég hafði misst ástina í lífi mínu heldur leið mér líka eins og ég hafi misst besta vin minn,“ sagði Jennifer Lopez um sambandsslitin.

Hún viðurkenndi að hún hafi verið reið út í Ben í dágóðan tíma. „En þessi ástarsorg varð til þess að við fundum okkur sjálf og urðum betri manneskjur.“

Á þeim tíma sem þau voru í sundur giftist Ben leikkonunni Jennifer Garner og eiga þau saman þrjú börn. Jennifer eignaðist tvíburana Max og Emmu með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony.

Parið fann hvort annað á ný eftir næstum tveggja áratuga aðskilnað og gekk í það heilaga í júlí 2022 og hélt heljarinnar veislu í ágúst 2022.

Sjá einnig: Brúðkaup Bennifer um helgina – Sjötta trúlofun og fjórða hjónaband J.Lo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér