fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Hneyksluð á tjónagjaldi hótels – Farði ekki velkominn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem gisti á hóteli í New York vakti athygli á „tjónagjaldi„ sem hótelið áskilur sér rétt til að rukka þá gesti um sem setja andlitsfarða í hótelhandklæðin. Gjaldið er 150 dalir á handklæði. 

Anna Brown sem búsett er í Nashville deildi myndbandi á TikTok þar sem hún gagnrýnir hótel í Roslyn í New York fyrir umrætt gjald, 150 dali eða tæpar 21 þúsund krónur fyrir hvert handklæði. 

Segist Brown aldrei hafa vitað annað eins og segir þetta hreinlega frekt af hótelinu. Í myndbandinu, sem fengið hefur um 300 þúsund áhorf, bendir Brown á miða inn á baðherbergi hótelsins þar sem gestum er bent á að nota þurrkur í stað handklæða, ef þeir þurfi að fjarlægja andlitsfarða. En eins og sjá má þá lætur hótelið gestum í té einnota andlitsþurrkur.

„Vinsamlegast notið meðfylgjandi þurrkur til að fjarlægja farða. Tjónagjald upp á $150 fyrir hvert handklæði verður innheimt fyrir hvert handklæði sem finnast með förðunarbletti.“

Brown sýnir síðan handklæðin sem um ræðir, lítil, þunn andlitshandklæði.

@annabrowniie Have you ever seen this before?! #hotel #hotelroom #hotelroomsetup #hotelbathroom #hotelbathroomtiktoks #hoteltiktok #hotelmakeup #makeupremover #hoteltowels #fyp #worktravel ♬ original sound – anna brown 🤍

„Þetta gæti ekki hafa kostað þá meira en einn dal, vitandi að þeir keyptu örugglega í góðu magni. 150 dali? Guð minn góður. Þeir myndu líklega bæta líka þjónustugjaldi á reikninginn ef þú færð slíkan. Hafið þið séð svona áður?“

Margir voru jafnhneykslaðir á gjaldinu og Brown. Ein benti á að ef þvottavélar hótelsins réðu ekki við að þrífa andlitsfarða úr handklæðunum þá hefði hún verulegar áhyggjur af hreinlæti handklæða hótelsins. Annar lagði til að líklega hefði komman gleymst og gjaldið hafi átt að vera 1,50 dalir. 

Einhverjir voru þó hliðhollir stefnu hótelsins. „Sem fyrrverandi framkvæmdastjóri þjónustu vegna heimilisþrifa þá veit ég að það er ótrúlega erfitt að ná förðunarblettum úr handklæðum, handklæðin eru ekki ódýr og þarf stöðugt að endurnýja þau.“

Annar benti fólki á að ef þau sæu um að þvo handklæðin væru þau á sömu skoðun og hótelið, en ekki Brown. 

Einhverjir bentu á að þeir noti alls ekki handklæði á hótelum. „Er ég sá eini sem kemur með sitt eigið andlitshandklæði? Ég nota aldrei hótelhandklæði fyrir andlitið,“ skrifaði ein. 

„Ég lærði fyrir löngu síðan að koma með mitt eigið af ÖLLU, handklæði, rúmföt, teppi, kodda, allt,“ segir annar. Brown svarar því með að það komist bara ekki allt fyrir í handfarangurstöskunni hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 4 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe