fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2024 14:10

Mynd/Instagram @maggabjarna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Bjarnadóttir, kokkur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og Ísak Ernir Kristinsson, körfuboltadómari og viðskiptafræðingur, skírðu dóttur sína um helgina.

Stúlkan fékk nafnið Erla Margrét. Fyrir eiga þau drenginn Bjarna Þór sem varð fjögurra ára í apríl.

Skírnartertan var einstök, algjört listaverk. Tertan var í laginu eins og glæsilegur svanur. Fjaðrir prýddu hliðarnar og ofan á var langur háls og á höfðinu var gulllituð kóróna.

Mynd/Instagram @maggabjarna
Mynd/Instagram @maggabjarna

DV hafði samband við Margréti til að forvitnast um tertuna, hvort hún hafi verið keypt eða hvort afinn hafi lagt sig allan fram við verkið. En faðir Margrétar er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Baksturshæfileikar hans eru þekktir en hann hefur bakað hverja glæsitertuna á fætur annarri. En í þetta sinn fékk afinn að njóta bara á meðan fagmenn sáu um verkið.

Margrét segir að hún hafi verið búin að finna mynd á netinu og fengið Sætar syndir til að gera kökuna.

Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með stúlkuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað