fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Weinstein glímir við krabbamein

Fókus
Þriðjudaginn 22. október 2024 07:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem afplánar nú sextán ára fangelsisdóm, hefur greinst með beinmergskrabbamein.

NBC News og Deadline greina meðal annars frá þessu en talsmenn hans hafa ekki viljað staðfesta tíðindin.

Um er að ræða svokallað kyrningahvítblæði og hefur hann hlotið meðferð við sjúkdómnum í fangelsinu á Rikers-eyju þar sem hann afplánar dóm fyrir nauðgun.

Weinstein hefur glímt við heilsubrest á síðustu árum, þar á meðal sykursýki, alvarlega Covid-19 sýkingu og lungnabólgu. Þá gekkst hann undir hjartaaðgerð í síðasta mánuði.

Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í New York árið 2020 fyrir nauðgun en sá dómur var ógiltur. Áttu ný réttarhöld í því máli að hefjast á næstu vikum en líkur eru á því að þau muni frestast fram á nýtt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir