fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Íslendingar keppast við að birta elstu og yngstu prófílmyndina

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar á Facebook taka nú margir þátt í nýrri hjarðhegðun, þeirri að finna fyrstu prófílmyndina sem þeir deildu á samfélagsmiðlinum og þá nýjustu og pósta þeim saman hlið við hlið. 

Facebook var stofnað 4. febrúar 2008 og hélt innreið sína hér á landi nokkrum árum síðar. Þannig að ætla má að mjög stór hluti íslenskra notenda hafi verið á miðlinum í minnst 15 ár eða svo.

Reglur leiksins eru einfaldar:
1. Finndu fyrstu myndina af þér.
2. Finndu síðustu myndina af þér.
3. Deildu myndunum hlið við hlið og leyfið okkur að sjá muninn.

Unnur Ösp Stefánsdóttir – 2004 vs 2020 … ekki miklar tilraunir í gangi með hárgreiðslu allavegana.“ 

Birgir Jónsson trommari DIMMU – „Ný föt. Sama röddin.“ 

Aanna Claessen markþjálfi og dansari með meiru – 2006 vs. 2024, myndin er reyndar frá sumrinu 2005 nýkomin frá Aruba (þess vegna svona brún). 2006, þurfti .edu til að komast á facebook þá, þökk sé Aubrey sem setti myndirnar sínar þar inn. Ég var á Myspace og blogcentral /folk.is og fannst það nóg. Skipti yfir fyrir hana og svo varð Facebook aðal miðilinn. Fékk svo Instagram 2010 þökk sé erlendum vinum. Fannst filterarnir svoooo cool.“ 

Garðar Gæi Viðarsson – Fyrsta profile myndin er tekin 2008 þá var ég 30 ára og seinni tekin 2023 þá 45 ára.“ 

Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður og eigandi SVART –Forsíðumyndir frá 2008 og 2024. Póstaðu fyrstu og síðustu mynd. Skemmtilegt.“ 

Jóhannes Bachmann Ólafsson (Hanni Bach), trommari Skítamórals – Ég verð að vera með. 2008 -Mynd Þjóðhátíð & – 2024 -Mynd Eldborg Harpa.“ 

Sigríður Guðnadóttir, söngkona og fasteignasali – 2008 og 2024. Bara svona að taka þátt. Ekkert skánað með árunum. Held samt að nefið hafi stækkað.“ 

Felix Bergsson fjölmiðlamaður og tónlistarmaður – Forsíðumyndir  frá 2008 og svo 2024. sú fyrsta og sú síðasta. gaman að þessu.“ 

Íris Guðmundsdóttir gospelsöngkona – „Fyrsta prófílmyndin á Facebook vinstra megin, sett inn 13. okt 2008 og svo sú nýjasta. Síðan fyrsta prófílmyndin var sett inn hefur margt breyst í lífi mínu. Þökk sé böns af sjálfsvinnu, auknum þroska, sjálfsmildi, sjálfstrausti og dassi af hugrekki. Í dag er ég að lifa mínu allra besta lífi, og er að njóta þess í botn að vera eiginkona, móðir, amma og heimspekinemi.“ 

Þórhallur Þórhallsson uppistandari – Fyrsta profile myndin er svo gömul að það var ekki einu sinni búið að finna upp fókusinn.“ 

Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins – Tek aldrei þátt í svona leikjum en þessi er skemmtilegur.. Er munur? 2008-2024.“

Stefán Jakobsson tónlistarmaður – 16 ár á milli og hattur er enn töff.“ 

Kristín Snorradóttir, teymisstjóri hjá Bjarkahlíð og eigandi fagvitund –Ég er með. 2008- 2024 – um 16 ár á milli mynda.“ 

Friðrik Agni Friðriksson verkefna- og viðburðastjóri, dansari með meiru – Bara smá skemmtilegt 2008 – 2024.“ 

Bjarney Láru Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar – Fyrsta prófílmyndin og sú nýjasta, og 17 ár á Facebook. En það er gaman að þessu. 2007 👉🏻 2024.“ 

Ágúst Úlfur Eyrúnarson (Gústi chef) kokkur – Ég er með, 2008-2024. Fyrsta og nýjasta Facebook profile myndin hlið við hlið. Töluverðar breytingar.“ 

Sveinn Waage, markaðsstjóri og fyrirlesari – „Fagna hverju ári og stefni á að fullorðnast á endanum…“ 

Rúnar Eff Rúnarsson, tónlistarmaður – Fyrsta (2010) og núverandi prófílmyndin.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart