fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Stefnir í ljótan skilnað – „Þú svafst hjá öðrum manni með barnið inni í þér, segðu sannleikann!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. september 2024 08:52

Cardi B og Offset. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Offset heldur því fram að barnsmóðir hans, rapparinn Cardi B, hafi sofið hjá öðrum karlmanni þegar hún var ólétt af þeirra þriðja barni.

Þau hafa verið í sundur og saman síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa nokkrir framhjáhaldsskandalar komið upp, á báða bóga en aðallega þar sem Offset á við sök.

Cardi B og Offset gengu í það heilaga í september 2017. Hún sótti um skilnað tæplega þremur árum seinna, í september 2020. Þau tóku saman aftur nokkrum vikum seinna. Þau eiga saman þrjú börn, Kulture Kiari Cephus, 6 ára, Wave Set Cephus, 3 ára, og nýfædda dóttur.

Cardi B sótti aftur um skilnað frá rapparanum í júlí. Dóttir þeirra fæddist í september.

Þetta virðist ætla að vera ljótur skilnaður en þau voru að rífast opinberlega í gær þegar Cardi B var í beinni útsendingu á Instagram og var að láta sinn fyrrverandi heyra það fyrir að hafa hótað að taka til baka allar gjafirnar sem hann hefur gefið henni.

Hann var greinilega að horfa á streymið og ákvað að svara, en áhorfendur geta skrifað athugasemdir jafn óðum. Hann sakaði hana um að hafa sofið hjá öðrum karlmanni á meðan hún var ólétt.

Skjáskot/Instagram

„Þú svafst hjá öðrum manni með barnið inni í þér, segðu sannleikann!“ skrifaði hann.

Cardi B svaraði sínum fyrrverandi á X, áður Twitter og staðfesti ásökunina: „OG GERÐI ÞAÐ!!!“

Það er ekki vitað hvenær hún á að hafa sofið hjá öðrum karlmanni, en hún sótti um skilnað í júlí.

Fyrst voru sögusagnir um að Offset hafi haldið framhjá henni aftur og það hafi gert útslagið, en heimildarmaður Page Six sagði það ekki rétt.

„Þau hafa þroskast í sundur. Það var á bak við ákvörðun hennar, meira en nokkuð annað. Þetta er eitthvað sem hún vill gera,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“