fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

„Það hafa allir eitthvað að fela“

Fókus
Þriðjudaginn 24. september 2024 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mynd um breyskleika mannsins og er auðvitað til vitnis um að það hafa allir eitthvað að fela,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, framleiðandi kvikmyndarinnar Allra augu á mér (e. All Eyes on Me) sem er á meðal 82 mynda í fullri lengd sem prýða Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík í ár, en þær koma frá 65 þjóðlöndum, svo eitthvað er nú úrvalið á RIFF að þessu sinni sem hefst í Háskólabíói 26. september og stendur yfir til 6. október.

Mynd Guðmundar Inga í leikstjórn Kanadamannsins Pascal Payant er hádramatísk fjölskyldusaga sem er heimsfrumsýnd á RIFF og segir af Gunnari sem kýs fremur vinskap hrossa en fólks eftir að hafa misst konu sína og son af slysförum. En þegar hann hefur sig loksins á slysstað við Krýsuvíkurbjarg, hittir hann fyrir pólska konu sem hefur flúið á náðir Íslands til að komast í fóstureyðingu, þvert á vilja barnsföðurins, svo þau eru bæði á heldur óvenjulegri vegferð í lífinu. 

Guðmundur Ingi Þorvaldsson

 

… varð að koma aftur til Íslands … 

Þetta er fyrsta bíómyndin sem Guðmundur Ingi framleiðir í fullri lengd, en sú tíunda úr smiðju Pascal Payant, en leiðir þeirra tveggja lágu saman þegar Guðmundur Ingi lék í öðru verki Pascal, April Skies sem segir frá því hvaða áhrif það hefur í þremur löndum þegar einn og sami maðurinn deyr.  

„Við tökurnar hér á Íslandi fyrir þá mynd sagði Pascal si sona að hann yrði að koma hingað aftur – og það gekk eftir við vinnsluna á þessari nýju mynd okkar,“ rifjar Guðmundur Ingi upp og segir Pascal vera sannan galdramann í faginu, en hann semji ekki einasta handrit sín og leikstýri, heldur klippi hann líka sjálfur myndirnar sínar. „Hann kann flestum betur að flakka fram og aftur í tíma og skapa þannig spennu – og nýja myndin okkar á RIFF í ár er gott dæmi um það,“ segir Guðmundur Ingi kvikmyndaframleiðandi með meiru. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu