Leikarinn Matthew McConaughey og eiginkona hans Camila Alves McConaughey mættu á rauða dregilinn í Texas
Öll McConaughey fjölskyldan mætti á rauða dregilinn í Texas í gær.
Leikarinn Matthew McConaughey og eiginkona hans, Camila Alvegs McConaughey eiga saman þrjú börn en hafa haldið þeim að mestu úr sviðsljósinu. Það var því sjaldséð sjón að öll fimm mættu á góðgerðarviðburð samtaka sem Matthew stofnaði ásamt söngvaranum Jack Ingram og þjálfaranum Mack Brown.
Levi, 15 ára, Vida, 14 ára, og Livingston, 11 ára, stilltu sér upp á rauða dreglinum ásamt foreldrum sínum.
Matthew og Camilla kynntust árið 2006 og gengu í það heilaga árið 2012.