fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Álfrúnu blöskrar ljótar athugasemdir um pabba sinn og Felix á samfélagsmiðlum

Fókus
Laugardaginn 20. apríl 2024 13:42

Baldur og Felix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álfrún Perla Baldursdóttir dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, er á fullu þessa dagana eins og aðrir fjölskyldumeðlimir að vinna við framboð föður síns til Bessastaða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Álfrún Perla að í kosningabaráttunni hafi henni hins vegar „blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum“ og hvetur landsmenn, jafnvel þó þeir hafi ekki í hyggju að kjósa föður hennar, að leyfa ekki slíkum ummælum að lifa ósvöruðum heldur berjast fyrir því að Íslandi verði áfram eitt frjálslyndasta samfélag heims.

Álfrún Perla Baldursdóttir hefur haft í nógu að snúast í kosningabaráttu föður síns

Tilefnið er færsla á samfélagsmiðlum þar sem kona ein hneykslast á því að hjónin Baldur og Felix hafi sýnt hvorum öðrum ástúð á almannafæri.

Í færslunni greinir Álfrún Perla frá æskuminningu sinni þegar að ungur drengur sýndi af sér fordómafulla hegðun en vinkonunnar hennar brugðust við í skyndi:

“Ég nenni sko ekki að hlusta á einhvern homma syngja!” Sagði strákurinn fyrir aftan mig í Háskólabíói þar sem ég sat ásamt nokkrum grunnskólanemum í 7. bekk í þann mund sem Jónsi í svörtum fötum steig á svið. Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar – “Veistu hvað hommi er”? Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, “og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?”

Skrifar Álfrún og segir að að frá því að hún muni eftir sér hafi hún spurt þessara spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni:

„Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til.“

„Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“

Það hafi þó valdið henni vonbrigðum að sjá fordómafullar færslur grassera á samfélagsmiðlum:

„Við þennan mann langar mig að segja – hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum. Þið þurfið ekki að ætla ykkur að kjósa pabbana á Bessastaði – en við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu – aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“

Færsla Álfrúnar Perlu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Í gær

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt

Jennifer Aniston veitir sjaldséða innsýn í einkalíf sitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti