fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fókus

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Fókus
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur hefst í næstu viku, en hátíðin stendur yfir daganna 23. – 28. apríl, en þá taka börnin yfir menningarlíf borgarinnar og sýna verkin sín á vertum menningarstofnunum. Þema hátíðarinnar í ár er lýðræði enda fagnar íslenska lýðræðið 80 ára afmæli sínu þann 17. júní.

Hátíðarhöld verða víða í formi viðburða og sýninga þar sem börnin eru í aðalhlutverki. Dagskránna má finna hér.

Til að keyra fögnuðinn í gang gaf hljómsveitin Celebs út lagið Spyrja eftir þér, en lagið og textinn er afrakstur úr samstarfi gleðisveitarinnar við börn í 4. bekkjum Reykjavíkur. Börnin unnu lýðræðisverkefni í skólanum þar sem þau deildu skoðunum sínum á samfélaginu sem og framtíðarsýn. Þessum svörum fléttaði Celebs inn í texta lagsins. Fyrir þá sem þurfa upprifjun þá samanstendur Celebs af systkinunum Valgeiri Skorra, Hrafnkel Huga og Kötlu Vigdísi, en systkinin koma frá Suðureyri. Þau brenna fyrir barnamenningu enda annálaðir húmoristar sem hafa lagt mikla rækt við sín innri börn. Lagið munu þau flytja á opnunarviðburði hátíðarinnar í Eldborgarsal Hörpu þann 23. apríl.

Af nógu er að taka á hátíðinni en sem dæmi má nefna sýninguna Byggingarlist, Breiðholtið og borgin okkar sem verður að finna í Norræna húsinu. Þar verða til sýnis verk nemenda í Hólabrekkuskóla sem er afurð samstarfs Barnamenningarhátíðar og Hönnunarmars.

Eins má nefna myndlistarsýninguna Það sem vantar á Kjarvalsstöðum. Þar verða sýnd verk unglinga Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar en þemað er listafólkið sjálft, sýn þeirra og reynsluheimur.

Eins verður boðið upp á danssýningu nemenda listdansskóla, fjölskyldudiskó í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal, tónlistarhátíð í Hörpu á sumardaginn fyrsta, sviðslistahátíð í ráðhúsinu og Ævintýrahöll í Borgarbókasafninu Gröfinni þar sem verður hægt að skella sér í fjölskyldujóga, njóta í krílastund, taka þátt í föndursmiðjum, fylgjast með Æskusirkusnum og lengi mætti áfram telja.

Þann 28. apríl verður frumsýnd stuttmyndin Köld jól sem er eftir Magnús Gíslason sem er 14 ára gamall.

Hátíðarhöldin eru að sjálfsögðu ókeypis enda markmiðið að njóta og upplifa menningu barna. Þess ber að geta að dagskráin ætti að höfða til bæði barna og fullorðinna á öllum aldri.

Spyrja eftir þér – Lag Barnamenningarhátíðar 2024 (youtube.com)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“