fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tinna þráir að hitta fjölskyldu sína á Sri Lanka – Þú getur hjálpað henni – Fékk hörmulegar fréttir af blóðmóður sinni

Fókus
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 17:30

Tinna Rúnarsdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á fullt af frændfólki úti sem bíður eftir að hitta mig, ég á líka ömmu úti sem er orðin gömul og man eftir mér. Hún hefur séð til þess að frændfólk mitt og systur mínar hafa heyrt af fallegu stelpunni sem var gefin til ættleiðingar,“ segir Tinna Rúnarsdóttir í færslu á Facebook. Mál hennar hefur verið í fjölmiðlum undanfarið en hún var ættleidd hingað til lands frá Sri Lanka árið 1985 er hún var eins árs gömul.

„Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur. Ég á fjögur börn og þar af þrjú ung börn. Þannig ég get ekki farið til Srí Lanka með ekkert í höndunum bara til að leita. Það er ekki hægt. En ég er líka námsmaður og ligg ekki á sjö eða átta hundruð þúsund sem þarf í svona ferð,“ segir Tinna Rúnarsdóttir í viðtali við Vísir.is til styrktar þeirri vegferð sinni að hafa uppi á ættingjum sínum Sri Lanka.

Hún hefur notið aðstoðar Auri Hinriksson við leitina en Auri er líklega búin að hafa upp á móður Tinnu. Auri var í fyrra sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín í þágu ættleiddra. Hafði hún þá  aðstoðað um 35 Íslendinga sem leitað hafa uppruna síns í Sri Lanka. Síðan hefur bæst í hópinn.

„Það er ekki búið að taka DNA-próf en maður þarf ekki annað en að skoða upplýsingarnar á skjölunum og myndina sem ég fékk til að sjá að hún er fundin. DNA-prófið verður samt tekið á næstu vikum svo við getum verið búin að fá út úr því áður en við förum út,“ segir Tinna í samtali við Vísi.

Hræðilegar fréttir

Vísir greindi síðan frá því í gær að Tinna hefði fengið þær fréttir að konan, sem að líkindum er blóðmóðir hennar, sé látin, hafi verið myrt.

Þetta er mikil sorgarsaga en Tinna þráir að hitta blóðfjölskyldu sína á Sri Lanka. „Ég á eina föðursystur og tvo föðurbræður sem tók einungis örfáar sekúndur í að þekkja okkur mæðgur á mynd. Auri hefur verið í mestum samskiptum við föðursystur mína sem bíður spennt eftir að hitta mig þegar þar að kemur,“ segir Tinna hún við Vísi og bætir við:

„Ég á einnig móðurbróður þarna úti sem vill endilega hitta mig, sem og móðurömmu sem enn er á lifi og man eftir mér.“

Ákveðin í því að fara utan

Tinna rekur sögu sína á Facebook-síðu sinni og segir meðal annar um hin hræðilegu tíðindi:

„Ég hef alltaf hugsað til þessa dags þegar ég hitti mömmu aftur og sorgin sem fylgir því að vita að ég muni aldrei sjá hana, aldrei knúsa hana eða aldrei geta sagt henni að ég sé í góðu lagi er óbærileg oft á tíðum… það er stutt í tárin hjá mér, ég set upp grímu fyrir börnin mín en innst inni líður mér ömurlega…. ég syrgi það að fá aldrei að hitta foreldra mína, ég syrgi það að geta adrei snert þau, sýnt þeim myndir eða neitt…“

Hún safnar nú fé til að komast í ferðina langþráðu til Sri Lanka og segir þetta í færslunni um ástæður þess að hún þarf að komast í þessa ferð:

„Ég á fullt af frændfólki úti sem bíður eftir að hitta mig, ég á líka ömmu úti sem er orðin gömul og man eftir mér. Hún hefur séð til þess að frændfólk mitt og systur mínar hafa heyrt af fallegu stelpunni sem var gefin til ættleiðingar…

Því liggur mér á að safna mér fyrir þessari ferð, fara vonandi út í ágúst/september og ná á ömmu mína, því það er fátt mér mikilvægara en að fá að segja henni og sýna að ég er í góðum málum, að það hafi vel ræst úr mér þrátt fyrir að hafa ekki alist upp hjá foreldrum mínum…“

Þeim sem vilja styrkja Tinnu á þessari vegferð og gera henni endurfundina við ættingja hennar mögulega er bent á þessar reikningsupplýsingar:

Kt. 091184-8189 Reikningur: 0123-15-15492

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið