fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Minnist föður síns með skilaboðum sem láta engan ósnortinn – „Hann stóð við þetta loforð“

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2024 19:30

Curt Cobain

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessum degi fyrir 30 árum síðan féll tónlistarmaðurinn Kurt Cobain fyrir eigin hendi eftir erfiða baráttu við geðhvörf og fíkn. Hann var aðeins 27 ára gamall en hafði þá þegar náð að stimpla sig rækilega í rokksöguna.

Hann lét eftir sig eina dóttur, Frances Bean Cobain sem minnist föður síns í dag þó hún hafi aðeins verið 2 ára þegar hann kvaddi þennan heim.

Hún birti á Instagram í dag fjölda mynda af föður sínum, þar með talið myndum sem teknar voru í seinasta skiptið sem þau hittust. Ein myndin er svarthvít og sýnir hendur Kurt, en myndin var tekin af guðföður Frances, Michael Stipe sem er söngvari hljómsveitarinnar R.E.M.

Frances segir að henni hafi oft verið sagt í gegnum tíðina að hún hafi erft hendurnar frá föður sínum.

„Fyrir 30 árum lauk lífi föður míns,“ skrifar Frances í færslu sinni. „Móðir hans, Wendy, þrýsti gjarnan höndum mínum að kinnum sínum og sagði, með undirliggjandi harmi, „þú hefur hendurnar hans“. Hún andaði þeim að sér eins og ég væri eini möguleiki hennar á því að halda honum aðeins nærri sér, frosnum í tíma. Ég vona að hún haldi í hendur hans núna hvar sem þau bæði eru.“

Frances segir að þessi 30 ár sem hafi liðið hafi verið tími stöðugra umbreytinga. Hún hafi alist upp með harminum og þaðan lært margar sínu stærstu lexíur. Sorgin þjóni tilgangi. Hún kenni okkur að meta lífið og þann tíma sem okkur er gefinn. Ekkert gott væri til ef ekki væri til eitthvað slæmt til að bera saman við. Allt haldist í hendur í hverfulli veröld mennskunnar.

Þó hún sakni pabba síns, og að hafa aldrei fengið tækifæri til að þekkja hann, þá horfi hún á björtu hliðarnar. Með því að upplifa svona erfiðan missi sem ungt barn þá hafi hún allar götur kunnað að meta lífið og fólkið sitt.

„Ég vildi að ég hefði fengið að kynnast pabba. Ég vildi að ég þekkti blæbrigði raddar hans, hvernig hann vildi kaffið sitt, eða hvernig hann breiddi yfir mig eftir að hafa lesið fyrir mig sögu. Ég velti því alltaf fyrir mér hvort hann hefði komið með mér að veiða síli í grámygluðu sumrinu í Washington, eða hvort hann lyktaði eins og pakki af Camel lights og jarðarberja nesquiki (sem mér er sagt að hafi verið hans uppáhald). En það er líka djúp viska sem fellst í því að hafa fengið hraðkennslu í því hversu dýrmætt lífið er. Hann kenndi mér þá lexíu í dauðanum, nokkuð sem er aðeins hægt að læra með því að ganga í gegnum að missa einhvern. Þetta er sú gjöf að vita fyrir víst að þegar við elskum okkur sjálf og fólkið í kringum okkur með samkennd, af opnu hjarta og af virðingu – þá verður tími okkar á þessari jörð þeim mun dýrmætari.

Kurt skrifaði mér bréf áður en ég fæddist. Því líkur með eftirfarandi hætti: „Hvert sem þú ferð eða hvert sem ég fer, þá mun ég alltaf vera með þér.“ Hann stóð við þetta loforð því hann er hér enn í gegnum ólíkar leiðir. Hvort sem það er í gegnum lag sem ég heyri eða í gegnum hendurnar sem við deilum – þá koma þessar stundir reglulega og ég fæ þá að verja smá tíma með pabba og hann virðist hafinn yfir dauðann.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Frances Bean Cobain (@thespacewitch)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart