fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Er það góð lexía fyrir börn að borða of mikið af páskaeggjum?

Fókus
Sunnudaginn 31. mars 2024 08:30

Páskar nálgast með öllum sínum eggjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag páskadag munu án efa bæði börn og fullorðnir gæða sér á páskaeggjum. Þótt þau séu góð á bragðið ættu flest að geta verið sammála um að þau séu ekki sérstaklega holl fyrir neinn enda almennt úr súkkulaði og oftast hlaðin sælgæti. Fullorðnir reyna því líklega, sumir hverjir að minnsta kosti, að borða ekki yfir sig af páskaeggjum og brýna fyrir börnum að gera það ekki. Fyrir um 100 árum taldi þó breski rithöfundurinn, heimspekingurinn og stærðfræðingurinn Bertrand Russell að best væri fyrir börn að fá að gera það óhindrað einu sinni enda væri þá líklegra að þau myndu þá skilja betur hversu vont það væri fyrir líkamann og þá síður endurtaka leikinn.

Í blaðinu Sumargjöfin árið 1927 var birt, í íslenskri þýðingu, brot úr bók Russell þar sem hann lætur meðal annars þessi ummæli falla. Það er ekki tekið fram um hvaða bók er að ræða en ekki verður betur séð en um sé að ræða bókina: On Education, Especially in Early Childhood, sem kom út árið áður.

Varð veikur eins og pabbi sagði

Í bókarbrotinu sem birt er í Sumargjöfinni fjallar Russell um meðal annars minni og frásagnir ungra barna sem hann segir oft ekki áreiðanlegar. Það þýði þó ekki að börnin séu endilega að segja vísvitandi ósatt. Heilastarfsemi þeirra sé einfaldlega enn ekki nógu þroskuð. Í þessu samhengi vísar Russell meðal annars til páskaeggja. Vinsamlegast athugið að upphaflegri stafsetningu þýðingarinnar hefur ekki verið breytt í tilvitnuninni:

„Um síðustu páska voru drengnum mínum (4 ára, innsk. DV) gefin nokkur súkkulaðipáskaegg. Jeg varaði hann við að eta of mikið í einu, ella fengi hann illt í magann. Jeg ljet sitja við aðvörunina og svo fjekk hann að vera sjálfráður um viðskifti sín við páskaeggin. Hann át of mikið og varð illt af. En jafnskjótt og magapínan skánaði kom hann til mín, ljómandi af ánægju og sagði, næstum því sigri hrósandi: „Jeg varð veikur pabbi – þú sagðir að jeg mundi verða veikur.““

„Hann varð himinglaður yfir því að hafa staðreynt þetta náttúrulögmál. Síðan er óhætt að láta hann sjálfráðan, þótt hann fái súkkulaði til að gæða sjer á. Það ber sjaldan við, svo að honum er það jafnan nýnæmi, en hann man samt það sem reynslan kendi honum. Og þar að auki trúir hann hiklaust því sem við segjum honum hvað hann hafi best af að borða. Engar siðaprjedikanir, refsingar eða hótanir hefur þurft til þess að ná þessum árangri.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“