fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Fyrrum samherjar en nú erkifjendur – „Ég gæti verið frændinn sem þú sefur hjá“

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þekkja vinsælu danskeppnina So You Think You Can Dance. Um er að ræða hæfileikakeppni þar sem efnilegir dansarar etja kappi í útsláttarkeppni þar til sá besti stendur uppi sem sigurvegari.

Þættirnir koma úr smiðju framleiðendanna Simon Fuller og Nigel Lythgoe sem eins eru mennirnir á bak við Idol keppnina frægu. Nigel lét sér ekki nægja að vera á bak við tjöldin heldur tók sér einnig sæti í dómarastól ásamt söngkonunni Paula Abdul, sem eins var um tíma dómari í Idol.

Lengi vel stóðu áhorfendur í þeirri trú að Nigel og Paula væru vinir. Annað er þó komið á daginn og segja má að fyrrum samstarfsfélagarnir séu nú erkifjendur.

Paula hefur stefnt Nigel fyrir dóm, en hún sakar framleiðandann um ítrekaða kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Söngkonan segir í stefnu að hún hafi þagað um brotin alltof lengi, en hún hafi ekki þorað öðru þar sem Nigel er valdamikill og gæti gert út af við feril hennar.

Nigel hafi meðal annars áreitt hana í orðum með því að ýja að kynferðislegu samneyti þeirra á milli. Ofbeldið fólst ekki bara í orðum heldur reyndi Nigel ítrekað að kyssa hana þvert á hennar vilja sem og káfaði á henni. Nigel hafi ekki verið sá eini sem áreitti hana, en hún mátti þola launamismunun, háð, niðurlægingu og einelti frá vinnufélögum. Nigel hafi þó verið sá versti.

Nigel neitar sök í málinu. Hann sagði í yfirlýsingu skömmu eftir að stefnan var lögð fram að hann væri í áfalli og algjörlega miður sín. Hann hafi litið á Paula sem vinkonu og væri því erfitt að ná utan um þessar fölsku ásakanir.

Síðan fyrst var greint frá málinu hafa ásakanirnar gengið á víxl, bæði á opinberum vettvangi og í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir dómi. Nigel afhendi dóminum nýlega gögn um samskipti hans og Paulu sem hann segir sýna að ekki hafi andað köldu á milli þeirra. Hann rekur eins í máli sínu að Paula hafi í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að vera óstöðug og í takmörkuðum tengslum við raunveruleikann. Líklega sé hér um athyglissýki á háu stigi að ræða.

Paula brást við með því að kalla málflutning Nigel klassíska þolendaskömm. Nú hefur hún sýnt að samskiptin sem Nigel framvísaði sögðu ekki alla söguna. Hann hafi valið bara það úr samskiptum þeirra sem kom vel út fyrir hann en ekki sýnt gögnin sem varpa ljósi á valdaójafnvægið þeirra á milli.

Paula hafi vissulega farið fögrum orðum um Nigel í tölvupóstum, en hún hafi gert það viljandi til að sefa útþanið egó framleiðandans.  Nigel hafi eins ekki sýnt skilaboð þar sem hann áreitir hana. Svo sem smáskilaboð frá árinu 2014 þar sem standi:

„Þegar þú kemur aftur til LA ertu plís til í að njóta ásta með mér? Hægt og elskulega.“

Þessu svaraði Paula ekki og því sendi Nigel önnur skilaboð: Ég túlka þögnina sem JÁ!

Í öðrum skilaboðum segir Nigel: „Ég kem ef þú lofar mér stórum blautum koss. Með tungu. Er of mikið að biðja um að fá að káfa líka smá á bossanum?“

Í enn öðrum gengst hann við því að vita að viðreynslan sé í óþökk söngkonunnar: „Þú elskar mig eins og fjölskyldumeðlim, ég elska þig eins og kærustu. Ég gæti verið frændinn sem þú sefur hjá? Haha.“

TMZ greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart