fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Gunnar reiður út af máli karlmanns sem bíður eftir dauðanum: „Ég sagði: Nei, þessi maður er ekki að fara neitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2024 12:29

Gunnar Ingi Valgeirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Valgeirsson, tónlistarmaður, vekur athygli á máli karlmanns á fertugsaldri. Maðurinn er dauðhræddur, í mikilli örvæntingu og vill hjálp.

Maðurinn var kominn með tíma inn á Vog. Hann pakkaði í tösku og Gunnar segir að hann hafi séð bros leika um varir mannsins í fyrsta skipti, hann sá að vonarneisti hafði kviknað hjá manninum en fljótlega var slökkt á honum þegar SÁÁ tilkynnti honum að hann mætti ekki fara því hann hafi farið svo oft og þyrfti að bíða í tíu mánuði.

„Ef hann var niðurbrotinn fyrir þá er hann núna orðinn að engu. Hann vissi alveg hvað var fram undan,“ segir Gunnar í samtali við DV.

Gunnar Ingi er maðurinn á bak við átakið Lífið á biðlista sem hefur vakið mikla athygli. Átakið er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun. Næstu þættir frá Lífinu á biðlista koma út í apríl, hægt er að fylgjast með átakinu á Facebook, Instagram og TikTok.

@lifid.a.bidlista ég vill bæta því við að þessi maður er skíthræddur, í mikilli örvæntingu og vill hjálp. glugginn er opinn núna. #aðstandendur #gunnaringi #lífiðábiðlista #íslensktiktok #ísland #meðferð #reykjavík #Vogur #SÁÁ #heilbrigðiskerfið #fréttir ♬ original sound – Lífið á Biðlista

„Ég er frekar reiður í dag. Það hafði samband við mig kona fyrir tveimur vikum síðan og bað mig um að hjálpa frænda hennar sem er í djúpri sprautuneyslu. Hún vissi ekki hvað hún ætti að gera, þannig hún hafði samband við mig,“ segir Gunnar Ingi í myndbandi sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Myndbönd Gunnars um manninn hafa fengið yfir 40 þúsund í áhorf.

Horfði á hann sprauta sig í klukkutíma

„Ég fór heim til hans. Á fyrsta degi sat ég hjá honum í klukkutíma og horfði á hann reyna að sprauta sig í handlegg sem var svo mikil sýking í. Höndin hans var þreföld að stærð og hann gat ekki fundið æð út af sýkingunni, hann reyndi hina hendina en fann hvergi æð þar,“ segir Gunnar.

Eftir að hafa horft upp á þetta í klukkutíma og reynt að fá manninn til að fara með sér á spítala gafst Gunnar upp og fór.

„Ég sagði bara: „Ég get ekki hjálpað þér nema þú komir með mér upp í spítala.“ Ég fór til hans aftur daginn eftir, við vöktum hann og hann settist aftur í sama stólinn og reyndi áfram að sprauta sig og það gekk ekki neitt. Ég sat aftur hjá honum í klukkutíma. Það endaði með því að ég sagði við hann: „Því fyrr sem við förum upp á spítala og látum laga handlegginn þinn, því fyrr geturðu farið að sprauta þig aftur.“ Þá vildi hann koma með mér.“

Gunnar fór með manninn á bráðamóttökuna.

„Læknirinn kom og skoðaði handlegginn hans og sagði: „Þú ert með sýkingu í handleggnum og þarft að koma hingað einu sinni á dag til að fá sýklalyf í æð.“

Maðurinn ætlaði bara að segja já, því eina sem hann gat hugsað var að fara aftur heim og sprauta sig, og ég vissi það. Þannig ég sagði: „Nei, þessi maður er ekki að fara neitt.““

„Þessi maður er bara að fara beint heim að sprauta sig“

Gunnar ræddi við lækninn um ástand mannsins, sem var í kjölfarið lagður inn.

„Hann var á bráðamóttökunni í sirka viku og fór síðan á bráðamóttökuna á fíknigeðdeild. Þar var sagt við hann að hann gæti komist inn á Vog samdægurs en í dag [innsk. blaðamanns: Á fimmtudaginn þegar Gunnar birti fyrsta myndbandið] fékk hann að vita að það væri búið að tala við Vog og Vogur sagði að því hann væri búinn að koma svo oft þá fengi hann ekki að koma þangað inn strax, það væri tíu mánaða bið. Þessi maður er bara að fara beint heim að sprauta sig.“

Gunnar spurði Valgerði Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ, út í málið.

„Ég var á fundi hjá Viðreisn þar sem Valgerður frá SÁÁ var og ég var með spurningar fyrir hana. Það var spurning úr salnum, einmitt um þennan mann, þetta er alvarlegt mál og þessi maður þarf hjálp. Hún sagði að ef það eru alvarleg tilfelli þá á fólk að komast inn strax. Þannig af hverju í andskotanum kemst hann ekki inn?“

Bíður eftir dauðanum eða innlögn

Á laugardaginn birti Gunnar uppfærslu á málinu.

„Hann var sendur heim af fíknigeðdeild í gær, föstudaginn. Með ekkert plan, enga eftirfylgni, ekki neitt. Hann er farinn aftur að sprauta sig, aftur að drekka landa og bara að bíða. Annað hvort að bíða eftir því að drepast eða komast inn einhvers staðar. Hann er gjörsamlega brotinn,“ segir Gunnar.

„Hann var svo spenntur að fara inn á Vog. Það var búið að segja við hann að hann mætti fara, að hann ætti pláss en næsta dag, eftir að hann var búinn að pakka og tilbúinn að fara, fékk hann að heyra: „Sorrí! Búinn að koma of oft, færð ekki að fara.“ Þetta er svo ógeðslegt.“

Gunnar segist ekki skilja af hverju maðurinn fái ekki að komast inn.

„Það er pláss inni á Vogi. Ég held að það séu ekki meira en 40 manns inni á Vogi og það er pláss fyrir 63. Af hverju í andskotanum getið þið ekki troðið einum manni, sem er í örvæntingu, þarna inn? […] SÁÁ ætti að skammast sín.“

Gunnar ræðir þetta nánar í spilaranum hér að neðan.

@lifid.a.bidlista ógeðslegt kerfi. #fréttir #heilbrigðiskerfið #SÁÁ #Vogur #reykjavík #meðferð #ísland #íslensktiktok #lífiðábiðlista #gunnaringi #aðstandendur ♬ original sound – Lífið á Biðlista

„Ljótt að koma svona fram við alvarlega veikt fólk“

DV ræddi við Gunnar um málið. „Ég vil taka það sérstaklega fram að þetta er fjársveltur málaflokkur og að heilbrigðisyfirvöld ættu að taka ábyrgð á þessum sjúkdómi eins og öllum öðrum sjúkdómum. SÁÁ ætti að sjálfsögðu að fá þær fjárveitingar sem þau þurfa til að sinna öllum,“ segir hann.

„Það sem ég er að skamma SÁÁ fyrir í þessu tilfelli er það að það var búið að gefa manninum grænt ljós. Hann var kominn með tíma um hvenær hann átti að mæta en klukkutíma áður en hann átti að mæta var talað við geðdeild og sagt að hann mætti ekki koma. Hann var vonlaus og niðurbrotinn áður en Vogur sagði honum að hann mætti koma. Við þær fréttir fékk hann von og ég sá hann brosa. Hann var svo þakklátur fyrir tækifærið. Þegar SÁÁ skipti síðan um skoðun þá var skyndilega öll von horfin. Ef hann var niðurbrotinn fyrir þá er hann núna orðinn að engu. Hann vissi alveg hvað var fram undan.“

Gunnar segir að honum þyki SÁÁ hafa farið á bak við orð sín. „Því Valgerður sagði á fundi fyrr í vikunni að þegar það eru alvarleg atvik, eins og þetta, þá á [manneskjan] að vera tekin inn. Það var hvorki staðið við það sem var sagt opinberlega né það sem var sagt við hann,“ segir Gunnar.

„Þau byggðu upp von hjá honum og síðan var hann brotinn niður aftur. Það er ljótt að koma svona fram við alvarlega veikt fólk. Fyrir utan það að þessi von var ekki bara fyrir hann, heldur alla aðstandendur hans.“

Eins og fyrr segir vöktu myndbönd Gunnars um málið mikla athygli. Hann fékk í kjölfarið skilaboð frá fólki sem hafði svipaða sögu að segja af kerfinu. Einn aðili sagði vandamálið alls ekki nýtt.

Skjáskot af skilaboðum sem Gunnar Ingi hefur fengið.

Missti föður sinn sem skilur eftir sig unga drengi

Skjáskot af skilaboðum sem Gunnar Ingi hefur fengið.

Sextán ára og vill sjá viðhorfið til fíkla breytast

Skjáskot af skilaboðum sem Gunnar Ingi hefur fengið.

Fær engin svör

Skjáskot af skilaboðum sem Gunnar Ingi hefur fengið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart