fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Óánægja með lag Heru Bjarkar – Vilja að Ísland sniðgangi keppnina

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. mars 2024 09:56

Framlag Íslands nýtur ekki mikils stuðnings hérlendis.,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39,5 prósent aðspurðra eru óánægð með framlag Íslands í Eurovision, Scared of Heights með Heru Björk. 33,4 prósent eru ánægð en 27,1 segja framlagið í meðallagi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Af þeim sem taka afstöðu til lagsins eru 23,3 prósent mjög óánægð með það en 18,1 mjög ánægð.

42 prósent vildu að Hera ynni lokaeinvígið en 37,9 prósent Bashar. Fleiri vilja að Ísland sniðgangi Eurovision en taki þátt. Það er 42,2 prósent á móti 32,3 prósentum.

Almennt er eldra fólk ánægðara með framlag Íslands en yngra. Nærri helmingur eldri borgara eru ánægð en 21,1 prósent fólks á fertugsaldri.

Ánægjan er minnst í Reykjavík, 25,7 prósent, en mest á Vesturlandi og Vestfjörðum, 47 prósent.

Þegar kemur að stjórnmálaskoðunum eru Sjálfstæðismenn ánægðastir með lag Heru, 55,6 prósent styðja það. 50 prósent Miðflokksmanna, 40,9 prósent stuðningsfólks Flokks fólksins, 35,5 prósent Vinstri grænna, 33,6 prósent Framsóknarmanna, 24,1 prósent Samfylkingarfólks, 23,3 prósent Viðreisnarfólks, 13,2 prósent Sósíalista en aðeins 1,5 prósent Pírata.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 6. til 12. mars. Svarendur voru 983.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“