Landhelgisgæsla Íslands birti skemmtilega færslu fyrr í dag af nýjum áhafnarmeðlimi gæslunnar. Segir þar að bangsi hafi fengið að fljóta með á vaktina í dag, en bangsastund var hjá dóttur eins þyrluflugstjóranna í dag.
„Sex ára dóttir eins þyrluflugstjórans okkar stóð frammi fyrir erfiðu vali í gær. Í skólanum var bangsastund og hún þurfti að velja á milli bangsanna Manna og Lóu um hvort þeirra fengi að fara með henni. Hún gat ómögulega gert upp á milli þeirra . Úr varð að Manni fór með henni í skólann og Lóa með pabba hennar í þyrluna. Lóa aðstoðaði við eftirlit um landið og miðin og fékk að fylgjast með ansi viðburðaríkum degi um borð í þyrlunni.“