fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segir að þarna hafi Harry farið yfir strikið og sármóðgað bróður sinn

Fókus
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er betra en slúður um bresku konungsfjölskylduna? Jú auðvitað slúður um bresku konungsfjölskylduna sem byggir alfarið á getgátum og óljósum meintum heimildum. Kannski ætti að halda úti sérstökum miðli fyrir slíkar greinar sem gæti í stað þess að kallast Séð og Heyrt kallast: Tilgát’ og gisk. Það er kannski bara tímaspursmál hvenær það verður að möguleika og í hag Fókus að sækja um einkaleyfi á nafninu en það er ekki það sem við ætlum að rekja hér.

Þarna úti hafa menn komist til metorða sem sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar, og eru jafnvel þekktir sem konunglegir rithöfundar, eða royal author eins og þeir kallast á bresku. Rétt er að taka fram að þessir höfundar eru ekki fæddir með neina silfurskeið í munni heldur hafa unnið sér inn konunglegu nafnbótina með því að vera með nefið í málefnum þessarar þekktu fjölskyldu og deila með almenningi kenningum sínum og hugleiðingum út frá nafnlausum frásögnum meintra heimildarmanna úr Buckingham-höll.

Hvað sem því líður. Það eru hertogahjónin Harry prins og Meghan sem vinsælast er að fjalla um þessa daganna enda hefa þau skipt Bretlandi í fylkingar. Fólk annað hvort elskar þau, eða hatar þau, en ekkert þar á milli. Slík hjón eru líkleg til vinsælda og vita það fjölmiðlamenn sem og konunglegir rithöfundar.

Þar fór Harry yfir strikið

Rithöfundurinn Robert Hardman gaf nýlega út bók um Karl konung, The Making of a King: King Charles and the Modern Monarchy. Titill bókarinnar grípur marga strax enda einhver þversögn í því að tala um nútímalegt einræði. Það er þó ekki titillinn sem fólki fannst svo ljúffengur að það þurfti að leita til tannlæknis í kjölfarið, heldur örfáar setningar af innihaldinu. Nánar tiltekið málsgreinar þar sem Hardman heldur því fram að það sem hafi virkilega sundrað prinsabræðrunum Vilhjálmi og Harry hafi í raun ekkert að gera með deilur Harry við fjölskyldu sína eftir að hann flúði til Bandaríkjanna með eiginkonu sinni.

Þessi umdeilda fullyrðing Hardman er sú að Harry hafi gagnrýnt stóra bróður sinn fyrir að hafa gengið að eiga Katrínu sína, eða Kate Middleton. Hann ræddi málið við PageSix.

„Harry talar um að fólk eigi að giftast þeim sem það elskar en ekki þeim sem rétt er að giftast,“ segir Hardman. Harry hafi viðrað þessa skoðun sína í heimildarþáttunum Harry & Meghan á Netflix og þannig óbeint gefið til kynna að bróðir hans, Vilhjálmur, elski ekki konu sína heldur hafi valið hana því hún smellpassaði í hlutverk eiginkonu krónprins og verðandi þjóðhöfðingja. Á sama tíma hafi Harry sett sig á hærri stall þar sem hann hafi gengið að eiga bandaríska fráskilda leikkonu af einskærri ást.

„Ég held að þetta hafi sært Vilhjálm frekar en allt annað. Ég meina þarna var Harry að skjóta á bróður sinn og þá konu sem hann valdi sér með mjög opinberum hætti“

Trúnaðarbrot sem seint verður fyrirgefið

Það sem Harry sagði í áðurnefndum þáttum var orðrétt:

„Fyrir svo marga í fjölskyldunni, einkum karlmennina, getur verið freistandi eða þeir upplifað þörf til að giftast einhverjum sem passar inn í þennan ramma, fremur en einhvern sem þeim er ætlað að verja lífi sínu með. Munurinn þarna á milli er að annars vegar ertu að taka ákvörðun með hausnum, en hins vegar með hjartanu. Mamma mín [Díana prinsessa] tók flestar sínar ákvarðanir, ef ekki allar, með hjartanu sínu, og ég er sonur móður minnar.“

Hardman segir að það hafi svo verið annar nagli í líkkistuna þegar Harry fór ítarlega yfir samband sitt og samskipti við Vilhjálm í ævisögunni Spare.

„Báðir bræðurnir hafa gætt vel að friðhelgi einkalífs síns. Það hefur verið þeim mikilvægt. Vilhjálmur er lokaður maður. Hann mætir ekki í næstum eins mörg viðtöl og faðir hans gerði á hans aldri og sömuleiðis er fjölmiðlum meinað að hnýsast í fjölskyldulíf hans. Slík persónuvernd skiptir hann gríðarlegu máli en Harry hefur vaðið uppi og ausið sögum um bernsku þeirra yfir almenning,“ sagði Hardman.

Þar með hafi Harry gerst sekur um að brjóta gegn friðhelgi Vilhjálms, og það muni hann seint fyrirgefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“