fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Konungsorð Friðriks slær met á útgáfudegi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik tíundi var krýndur konungur Danmerkur á sunnudag, en móðir hans, Margrét Þórhildur tilkynnti í nýársávarpi sínu að hún hugðist afsala sér krúnunni.

Danska konungshöllin sagði í morgun frá því að Danakonungur væri búinn að gefa út bók, á fjórða degi hans í konungsstóli. Bókin ber titilinn Konungsorð (d. Kongeord) og meðhöfundur Friðriks er rithöfundurinn Jens Anderson, sem skrifaði ævisögu Friðriks, sem kom út árið 2017. Anderson hefur einnig skrifað ævisögur Kim Larsen, Astrid Lindgren og H. C. Andersen, auk fjölda annarra bóka.

Konungsorð er 112 blaðsíður að lengd og í henni deilir Friðrik hugleiðingum um líf sitt og tilveru með lesendum, auk þess að líta til fortíðar sinnar. Friðrik fjallar einnig um samband sitt við aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar, fjölskylduna, hjónabandið, kristindóminn og sögu Danmerkur og samband Danmerkur, Færeyja og Grænlands.

Útgáfa bókarinnar var ekki auglýst og kom hún Dönum skemmtilega á óvart, en danskir lesendur hafa bókstaflega rifið bókina úr hillum verslana í dag eða pantað hana á netinu, og hefur bókin slegið sölumet strax á útgáfudegi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“