Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Deidre.
Vandamálið er ekki aðeins að orðrómurinn sé sannur, heldur hver elskhuginn er.
„Hann svaf hjá móður besta vinar sonar okkar. En nú hafa þau flutt drenginn í annan skóla til að forðast að hitta mig og eiginmann minn. Sonur okkar saknar vinar síns, ég er brjáluð en maðurinn minn lætur eins og ekkert hafi skeð. Hann heldur að það hafi verið nóg að segja fyrirgefðu einu sinni og nú sé tími til að halda áfram með lífið.
Ég er ekki tilbúin að gleyma þessu þannig hann hefur sofið í sófanum síðan þetta kom í ljós. En hann er ekki að leggja neitt á sig til að bæta upp fyrir gjörðir sínar, hann lætur eins og hann sé fórnarlambið.“
Konan er 36 ára og eiginmaður hennar er 38 ára. Þau hafa verið saman í átta ár.
„Mig grunaði ekkert fyrr en hann byrjaði að vera mjög skrýtinn varðandi símann sinn. Einn daginn var hann í baði þannig ég ákvað að skoða hann og fékk áfall. Þau voru búin að senda hvort öðru kynferðislegar myndir og skilaboð, þau meira að segja töluðu um hversu gott hafi verið að sofa saman.
Allt í einu skildi ég betur þessa aukaforeldrafundi í sumar.
Ég sagði honum að fara en hann krafðist þess að vera áfram með mér. Hann sagði að hann elskaði hina konuna ekki, að þetta væri búið og að þau væru bara vinir. Hann vill ekki ræða frekar um framhjáhaldið eða hughreysta mig, ég skil ekki hvað hann vill.
Hann er sá sem klúðraði málunum þannig hann ætti að vera að gera allt sem hann getur til að vinna mig aftur á sitt band.“
„Það er ekki skrýtið að þú sért reið og hefur misst trú á honum eftir þessa skelfilegu uppgötvun. Talaðu við hann og útskýrðu hvað þú þarft frá honum. Biddu hann um að vera hreinskilinn. Hann þarf að vera tilbúinn að leggja á sig vinnuna til að sannfæra þig um að hann elski þig og bara þig. Hann getur ekki látið eins og ekkert sé.
Ef hann er ekki tilbúin að gera stórar breytingar til að sýna þér að honum sé alvara um ykkar samband þá þarft þú að spyrja þig sjálfa: Getur hann gert þig hamingjusama aftur?“