Í nóvember birti hann vottorð frá lækninum sínum um að hann væri við „hestaheilsu“ og væri búinn að léttast.
Síðan þá hafa verið ýmsar vangaveltur um hvernig Trump hafi losað sig við aukakílóin.
Sumir hafa velt því fyrir sér hvort að Trump sé að sprauta sig með vinsæla megrunarlyfinu Ozempic, eins og sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey.
Heimildarmaður Page Six segir að svo sé ekki, heldur sé hann að gera þetta „náttúrulega“ með aðstoð eiginkonu sinnar, Melaniu Trump.
Samkvæmt heimildarmanninum hefur hann misst „að minnsta kosti fjórtán kíló“ og að gestir á Mar-a-Lago hafa séð hann „borða hollari matvæli og fá sér sjaldnar frá hlaðborðinu.“
Að þeirra mati má þakka Melaniu fyrir þetta nýja líferni.
„Það hefur ekki sést til Trump háma í sig rjómaís eða súkkulaðiköku með vanilluís í einhvern tíma,“ segir heimildarmaðurinn.
Dr. Bruce Aronwald, læknir Trump, skrifaði í nóvember: „Það er mér ánægja að greina frá því að heilsa Donald Trump sé yfir heildina frábær. Trump er búinn að léttast með því að bæta matarræðið og hreyfa sig daglega.“
Það eru ekki allir sem taka þessu sem heilögum sannleika. Í ágúst, þegar hann fór fyrir dómara í Georgíu, var sagt að fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn væri 97,5 kíló, sem var ellefu kílóum minna þegar hann var vigtaður í apríl þegar hann var leiddur fyrir dómara í Manhattan.