Vel fór á með Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, og breska leikaranum Sir Michael Caine, á mynd sem Dorrit birti í kvöld á Instagram.
Myndin er tekin á veitingastaðnum The Ivy Chelsea Garden í London, en ekki kemur fram hvort þau hafi setið að kvöldverði saman eða bara hist og ákveðið að smella í mynd eins og maður gerir.
View this post on Instagram
„Ég er húsfreyjan“ (e. I Am The Mistress) skrifar Dorrit við myndina og er þar mögulega að vísa til einhverra af myndum hans. Gæti hún verið þar að vísa til myndar Caine frá árinu 1972, X, Y and Z, þar sem hann lék á móti Elisabeth Taylor og Susannah York. Söguþráður myndarinnar fjallar um siðlausa eiginkonu auðugs arkitekts sem reynir allt sem hún getur til að eyðileggja samband hans og ástkonu hans, ungrar góðlyndrar ekkju sem á sér vafasama fortíð. Í The Quiet American leikur Caine á móti Brendan Fraser, og keppa persónur þeirra um hylli ungrar konu af víetnömskum uppruna.