fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ískalt augnaráð Taylor Swift eftir „neðanbeltisbrandara“ á Golden Globes

Fókus
Mánudaginn 8. janúar 2024 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taylor Swift virtist ekki vera neitt sérstaklega skemmt á Golden Globes-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi.

Taylor átti ótrúlega góðu gengi að fagna á liðnu ári og var meðal annars valin manneskja ársins hjá Time-tímaritinu. Eðlilega voru augu margra því á þessari stórstjörnu og fékk hún sinn skerf af gríni og háði yfir sig frá grínistanum og uppistandaranum Jo Koy sem var kynnir hátíðarinnar.

Einn brandari virðist hafa fallið illa í kramið hjá söngkonunni geðþekku.

„Stærsti munurinn á Golden Globes-verðlaunahátíðinni og NFL-deildinni er sá að á Golden Globes fáum við að sjá færri skot af Taylor Swift í sjónvarpinu,“ sagði Koy og vísaði í ástarsamband Taylor Swift og NFL-leikmannsins Travis Kelce sem leikur með Kansas City Chiefs.

Taylor Swift hefur verið dugleg að mæta á leiki hjá sínum heittelskaða og hefur viðvera hennar á leikjum vakið gríðarlega athygli. Hefur myndavélinni ótt og títt verið beint að henni í stúkunni.

En Taylor stökk ekki bros á vör ef marka má myndir frá hátíðinni og umfjöllun Page Six. Vakti þetta athygli netverja sem tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum. „Ef augnaráð gæti drepið…,“ sagði til að mynda einn og annar sagði brandara Koy hafa verið „neðanbeltis“.

Golden Globes-hátíðin í gærkvöldi var sú 81. í röðinni og var kvikmyndin Oppenheimer sigursæl. Myndin var valin besta dramamyndin og þá fékk Christopher Nolan verðlaun sem besti leikstjórinn. Cillian Murphy, sem fór með hlutverk Oppenheimers, var valinn besti dramaleikarinn og Robert Downey Jr. var valinn besti aukaleikarinn. Tónlist Ludwig Göransson í myndinni var einnig verðlaunuð.

Barbie var valin besta gamanmyndin og þá var lagið úr Barbie-myndinni What Was I Made For í flutningi Billie Eilish valið það besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?