Hann er annar þáttastjórnenda hlaðvarpsins 70 mínútur ásamt Sigmari Vilhjálmssyni, kallaður Simmi Vill.
Í nýjasta þættinum ræða þeir um frétt DV um sjálfsfróunarbann athafnamannsins Nökkva Fjalars.
Sjá einnig: Nökkvi ætlar ekki að stunda sjálfsfróun í 90 daga – Þetta er ástæðan
Nökkvi greindi frá því á Instagram að hann ætli að „hverfa“ í níutíu daga. Engir samfélagsmiðlar, vakna klukkan fimm alla morgna, æfa sex sinnum í viku, fasta í sólarhring þrisvar í viku og engin sjálfsfróun.
„Ég hef gert betur en þetta,“ sagði Hugi og var þá að tala um sjálfsfróunarhluta áskorunar Nökkva.
„Betur en þetta, meira en 90 daga? Ertu að tala um frá núll til tólf ára?“ spurði Simmi.
„Neinei, ég tók þetta á [fullorðinsárum]. Ég hef tekið þetta í 180 daga,“ sagði hann þá.
Þetta kom Simma verulega á óvart sem spurði: Af hverju, hvar og hvenær?
Hugi sagði að hann hafi verið búsettur á Sauðárkróki á þessum tíma. „Það var engin sérstök ástæða. Ég ákvað bara að sleppa þessu. Ég get verið svolítið þrjóskur, bít eitthvað í mig.“
Hann nefndi þó eina ástæðu sem spilaði aðeins inn í. „Ég var kannski búinn að jump around svolítið,“ sagði hann og gaf í skyn að honum hafi þótt kominn tími til að slaka aðeins á. Hann vildi þó ekki taka undir orð Simma að hann hafi verið „virkur í konumálum.“
„Þetta var bara eitthvað sem ég ákvað. Ég held að ég sé að ljúga þegar ég segi sex mánuðir, ég held þetta voru fimm mánuðir. Þar sem ég var bara: Hm, ókei,“ sagði Hugi og bætti við að hann hafi ekki auglýst þetta eða talað við neinn um þetta. Hann bara gerði þetta.
Óvænta áskorunin hafði ýmsa kosti, eins og betri svefn.
„Mig fór að dreyma betur,“ sagði hann.
Bindindinu lauk eftir um fimm mánuði þegar Hugi fór á ball og fór ekki einn heim.
Hann ræðir þetta í nýjasta þætti af 70 mínútur, byrjar sirka á mínútu 43.