Brúðkaupsvefsíðan Junebug Weddings birti um miðjan desember lista yfir 50 bestu brúðkaupsmyndirnar í árlegri ljósmyndakeppni síðunnar.
Myndirnar 50 eru teknar víðs vegar um heiminn og eru minnst fimm þeirra teknar hér á landi. Myndirnar fanga stóra daginn með margvíslegum hætti, ástina og nándina hjá nýgiftum hjónum, gleðina og fjörið í mannmörgum veislum, undirbúninginn fyrir stóra daginn, fallegar og íburðarmiklar veislur og stórbrotna náttúru.
Hér eru íslensku myndirnar fimm en allar myndirnar má sjá hér.