Dúettinn Vandræðaskáld samanstendur af Sesselíu Ólafsdóttur, leikkonu og leikstjóra, og Vilhjálmi B. Bragasyni, leikskáldi og rithöfundi.
Í gær drógu þau, áttunda árið í röð, atburði liðins árs saman í einu lagi. „Gleðilegt ár elsku vinir og takk fyrir samfylgdina – hlökkum til að deila með ykkur spennandi verkefnum á komandi ári,“ segja þau á Facebook-síðu sinni.