fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

PLAY gerðu þátttakendur í vinsælasta lífsstílsþætti Kanada orðlausa af gleði í tvígang

Fókus
Mánudaginn 18. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er óþekkt að í spjallþáttum víða um heim séu sérstakir dagskrárliðir þar sem áhorfendum eru gefnar gjafir. Þetta er líklega hvað þekktast hjá spjallþáttadrottningunni Oprah, sem oft hefur sýnt af sér gífurlegt örlæti við áhorfendur í sal og falið ríkulegar gjafir undir stólum þeirra.

Eðlilega hafa fleiri spjallþættir tekið upp á þessum sið. Einn þeirra er þátturinn Cityline sem sýndur er á City TV sjónvarpsstöðinni í Toronto Kanada. Sá þáttur nær til rúmlega milljón áhorfenda í hverri viku en stjórnandi þáttarins er Tracy Moore. Um er að ræða vinsælasta lífsstílsþáttinn í Kanada.

Í þessari viku hófst svokölluð yfirhalningar vika, eða makeover week, sem er fastur árstíðabundinn liður. Til að keyra vikuna í gang átti sér stað dagskrárliðurinn Mega Makeover Madness þar sem 20 einstaklingar fengu yfirhalningu á einni og sömu klukkustundinni. Þar komu við sögu stílistar, snyrtifræðingar og hárgreiðslufólk sem sýndi hæfileika sína í kapphlaupi við klukkuna. Útkoman var glæsileg og þessir heppnu 20 þátttakendur gífurlega lukkulegir. Í lok þáttar kom þó í ljós að fleira óvænt var í vændum.

„Við erum með eitt í viðbót fyrir ykkur.“

Var þá spiluð stutt kynning á flugfélaginu PLAY, sem við Íslendingar könnumst vel við, enda íslenskt félag. Svo var þátttakendum sagt að þeir þyrftu að pakka niður því PLAY ætli að gefa hverjum þeirra gjafabréf af andvirði 500 kanadískra dollara, eða rúmlega 51 þúsund krónur.

En þetta var ekki allt, heldur mátti hver þátttakandi velja einn aðila sem einnig fær gjafabréf, enda vill enginn ferðast einn.

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan, en PLAY-gleðin hefst á 41. mínútu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus