fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Opnar sig um framhjáhaldið sem eyðilagði hjónaband hans – Lausaleiksbarn með húshjálpinni

Fókus
Mánudaginn 5. júní 2023 13:29

Hjónin þegar allt lék í lyndi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger opnar sig í fyrsta sinn um framhjáhaldið sem eyðilagði hjónabandið hans og augnablikið þegar hann viðurkenndi loksins fyrir þáverandi eiginkonu sinni, Mariu Shriver, að hann hafi feðrað lausaleiksbarn með húshjálpinni.

Leikarinn rýfur þögnina um atvikið í nýrri heimildarþáttaröð – Arnold – sem kemur út á Netflix þann 7. júní næstkomandi.

Hann segir frá því þegar hann loksins viðurkenndi sannleikann en orðrómur um faðerni drengsins hafi verið á kreiki um skeið.

Orðrómurinn sannur

Það var árið 2011, en Arnold átti í leynilegu ástarsambandi við húshjálpina, Mildren Baena, árið 1996. Sonur þeirra, Joseph Baena, fæddist árið 1997.

Arnold giftist Mariu Shriver árið 1986. Þau eignuðust fjögur börn og glímdu við ýmsa hjónabandserfiðleika í gegnum árin en það sem gjöreyðilagði samband þeirra var þegar Maria komst að framhjáhaldi Arnolds og að Joseph væri sonur hans.

T.v: Arnold og Maria Shriver voru gift í áratugi og eignuðust fjögur börn saman.
T.h: Arnold með syni sínum, Joseph.

Á þeim tíma voru Arnold og Maria í hjónabandsráðgjöf.

„Einn daginn sagði ráðgjafinn: „Í dag vill Maria fá eitt á hreint. Hún vill vita hvort þú sért faðir Joseph.“ Mér fannst eins og hjartað mitt hafi hætt að slá og síðan sagði ég sannleikann: „Já, Maria. Joseph er sonur minn.“ Þetta augljóslega gerði út af við hana,“ segir fyrrverandi ríkisstjórinn.

Hann viðurkennir að framhjáhaldið hafi verið „stærstu mistökin“ hans.

„Allir þurftu að þjást vegna mín. Maria þurfti að þjást, börnin mín, Joseph, móðir hans, allir. Ég þarf að lifa með því sem eftir er ævi minnar,“ segir hann.

Arnold hefur stutt Joseph og móður hans fjárhagslega nánast frá upphafi. Árið 2010 keypti hann hús handa þeim og segist leikarinn vera mjög stoltur af syni sínum. Joseph hefur fetað í fótspor föður síns og er bæði leikari og vaxtarræktarmaður.

Arnold er heimildarmynd í þremur hlutum og kemur út á Netflix þann 7. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki