fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hrunhöll Halldórs ein sú dýrasta til leigu á Airbnb

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókunarvefurinn Airbnb er gríðarlega vinsæll meðal ferðamanna þegar kemur að því að finna gistingu. Þar má finna fjöl­breytta gist­ingu, frá tjöldum, farfuglaheimilum, kósí og krúttlegum stúdíóíbúðum yfir í glæsileg og stór einbýlishús, kastala og villur. Eignir sem er ekki á allra færi að leigja. 

DV ákvað að skoða aðra helgina í júní hérlendis, frá fimmtudeginum 8. júní til sunnudagsins 11. júní og sjá hvaða eignir á eru dýrastar í leigu hérlendis á Airbnb. Rétt er að taka fram að mögulega finnast aðrar dýrari eignir þar til útleigu, sem ekki eru lausar þessa helgi. Eins eru margar lúxuseignir til leigu hérlendis, sem ekki eru auglýstar opinberlega.

Penthouseíbúðir Bankastræti 1876/1929 dollarar per nótt, 262.000 kr./269.462 kr. 

Tvær íbúðir á efstu hæðum Bankastræti 14 í hringiðu miðbæjarins, menningar og djammsins kosta annars vegar 1876 dollara nóttin, auk þess þarf að greiða 188 dollara fyrir þrif, samtals kostar því þriggja nátta dvöl 5816 dollara/812.437 kr., og hins vegar 1929 dollara nóttin, auk þess þarf að greiða 193 dollara fyrir þrif, samtals kostar því þriggja nátta dvöl 5981 dollara eða 835.435 kr. 

Íbúðirnar eru á tveimur efstu hæðunum. Sú á neðri hæð sem er stærri er með fimm svefnherbergi sem hvert og eitt er með sérbaðherbergi, eldhús og stofu í einu rými, og svalir með frábæru útsýni. Sú á efri hæð er einnig með fimm svefnherbergi, hvert og eitt er með sérbaðherbergi, eldhús og stofu eru í einu rými, og svalir. Hægt er að leigja eitt herbergi til viðbótar á efri hæðinni, sem er með sérbaðherbergi eins og hin, en einnig með sér inngang fram á stigaganginn.

Mynd: Airbnb

Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb

Bóndabýli Grímsnesi – 2183 dollarar per nótt, 304.943 kr. 

Bóndabýli á þremur hæðum í Grímsnesi kostar 2183 dollara nóttin, auk þess þarf að greiða 590 dollara fyrir þrif og þjónustugjald til Airbnb 1250 dollara, samtals kostar því þriggja nátta dvöl 8390 dollara eða 1.171.999 kr.

Húsið er með níu svefnherbergi og svefnpláss fyrir 20 manns, sundlaug, einkagarð og fleira. Tilvalið fyrir ættarmót, brúðkaup og fleiri slíka fögnuði eins og segir í lýsingu, og gestgjafinn segist geta reddað kokki til að sjá um veisluna. Húsið var byggt árið 1962 sem bóndabýli, en var nýlega tekið í gegn þó haldið sé í gamla sjarmann. Hestar og kindur ganga um landareignina og fiskistangir fylgja með í gistiverðinu enda vatn nálægt sem hægt er að veiða í.

Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb

Úlfljótsskáli Grímsnesi – 3216 dollarar per nótt, 449.243 kr.

Úlfljótsskáli Grímsnesi kostar 3216 dollara nóttin, auk þess þarf að greiða þjónustugjald til Airbnb 1689 dollara, samtals kostar því þriggja nátta dvöl 11336 dollara eða 1.583.525 kr.

Eignin er 670 fm og tíu svefnherbergi, átta baðherbergi ýmist einka eða sameiginleg, eldhús og stofa í einu rými, arinn í stofu, líkamsrækt, leikjaherbergi, sána, heitur pottur og eldstæði á verönd, eru á meðal þess sem finna má í þessari einstöku eign. Sami eigandi á fleiri eignir í sambærilegum gæðaflokki sem eru þó ekki í boði þessa helgi.

Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb

Efra-Nes náttúruperla Borgarnesi – 4.874 dollarar nóttin, 680.849 kr.

Efra-Nes kostar 4874 dollara nóttin, auk þess þarf að greiða þjónustugjald til Airbnb 2559 dollara, samtals kostar því þriggja nátta dvöl 17180 dollara eða 2.399.874 kr.

Sveitabýlið Efra-Nes stendur við bakka Þverár í Borgarfirði, setustofa, eldhús, fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi eru á meðal þess sem eignin býður upp á. Fyrir framan Fjósið er verönd með bekkjum og bálstæði. Hljóðkerfi er á staðnum, myndvarpi og allt það helsta til að halda góðan viðburð. Eignin er í eigu hjónanna Jóns Ólafs Magnússonar og Jóhönnu Eyjólfsdóttur, sem meðal annars eiga HL Adventure, en þau eru þaulreynd í ferðaþjónustu, sérstaklega þegar kemur að lúxusferðum.

Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb

Sunnuflöt Garðabæ – 4073 dollarar nóttin, 568.957 kr.

Hvíta höllin eins og húsið heitir á vef Airbnb, einbýlishús að Sunnuflöt 48 Garðabæ kostar 4073 dollara nóttin, auk þess þarf að greiða gestgjafagreiðslu (e. hospitality fee) 1254 dollara og skatt 5 dollara, samtals kostar því þriggja nátta dvöl 13479 dollara eða 1.882.881 kr.

Einbýlishúsið er 932 fm og fjórar stofur, fjögur svefnherbergi, eldhús, borðstofa, þrjú baðherbergi eru á meðal þess sem þessi eign býður upp á. 

Eigandi hússins er Halldór Kristmannsson, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Alvogen, en frægt var þegar hann greindi frá vinnustaðaeinelti og áreitni af hendi Róberts Wessman, eiganda lyfjarisans. Fasteignin að Sunnuflöt er að líkindum stærsta og dýrasta einbýlishús landsins, ef og þegar Halldór selur eignina, en hann setti hana fyrst á sölu í lok árs 2021. Engar myndir voru birtar af eigninni að innan þegar hún var sett á sölu, en á vef Airbnb má sjá fjölda mynda bæði að innan og utan. Húsið hefur ýmist hlotið viðurnefnið Sunnuflatarhöllin, Hrunhöllin eða 2007 martröðin.

Í frétt DV í lok árs 2021 var saga hússins rakin. Íris Björk Jónsdóttir, eigandi Vera Design, keypti hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir, lét rífa það og síðan seldi hún lóðina auk teikninga að nýju húsi á 70 milljónir. Sá sem keypti húsið af Írisi lýsti því síðar í Séð og heyrt hvernig kaupin snérust upp í martröð þegar hrunið skall á og þau hjónin sæju fram á að missa húsið. Kaupandinn fór að lokum í þrot og Landsbankinn leysti til sín húsið. Húsið var þá óklárað og var sett á sölu árið 2012, þá á 93 milljónir. Síðar var það lækkað niður í 69 milljónir og svo í 60 milljónir. Hafði DV eftir sérfræðingi hjá Eignamiðlun árið 2012 að um 150 milljónir myndi kosta að klára byggingu hússins. Halldór keypti svo húsið árið 2014 og kláraði það. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það. Engin þinglýst eru til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið á sínum tíma og þegar hann setti það á sölu var óskað eftir tilboði í húsið, fasteignamat eignarinnar er 417,9 milljónir króna.

Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb
Mynd: Airbnb

Sjá einnig: Halldór Kristmanns selur Sunnuflatarhöllina – „2007 martröðin“ reyndist dúndur fjárfesting

Sjá einnig: Halldór bregst við umfjöllun um fjármögnun glæsivillunnar – „Púðurskot“ úr smiðju Róberts Wessman

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki