fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Rita Wilson kemur hlutunum á hreint varðandi meinta rifrildið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. maí 2023 14:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Tom Hanks er þekktur fyrir að vera einn af yndislegustu mönnunum í Hollywood og kom það því aðdáendum hans verulega á óvart þegar myndir af honum og eiginkonu hans, leikkonunni Ritu Wilson, fóru í dreifingu þar sem þau virtust húðskamma mann á rauða dreglinum fyrir frumsýningu á Cannes kvikmyndahátíðinni.

Mynd/Getty

Sjá einnig: Tom Hanks og Rita Wilson virtust húðskamma mann á rauða dreglinum í gær

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá atvikinu og brann sama spurningin á vörum allra: Hvað gerðist eiginlega?

Rita Wilson hefur nú rofið þögnina og útskýrir hvað hafi gerst. Til að byrja með voru þau alls ekki að skamma manninn.

„Þetta kallast: „Ég heyri ekki í þér. Hvað sagðirðu? Hvert eigum við að fara?“ skrifaði Wilson í færslu á Instagram Story fyrir stuttu og birti skjáskot af frétt um meinta rifrildið.

„En það selur ekki fréttir! Reynið betur næst,“ sagði hún.

Skjáskot/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru uppáhalds myndir Tarantino frá 21. öldinni – „Óvenjuleg“ mynd í fyrsta sæti

Þetta eru uppáhalds myndir Tarantino frá 21. öldinni – „Óvenjuleg“ mynd í fyrsta sæti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðmálin stjórnuðu hvernig pabbahelgarnar fóru: „Þá var eins gott að þetta myndi ganga vel“

Veðmálin stjórnuðu hvernig pabbahelgarnar fóru: „Þá var eins gott að þetta myndi ganga vel“