fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Tom Hanks og Rita Wilson virtust húðskamma mann á rauða dreglinum í gær

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. maí 2023 08:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikararnir og stjörnuhjónin Tom Hanks og Rita Wilson virtust eiga í einhvers konar útistöðum við starfsmann á rauða dreglinum í gær á Cannes kvikmyndahátíðinni. Þetta var fyrir frumsýningu Asteroid City, þar sem Hanks fer með aðalhlutverk.

Myndir af atvikinu hafa vakið mikla athygli og fjalla fjölmiðlar vestanhafs um málið.

Þetta byrjaði allt á því að starfsmaðurinn virtist vera að gefa Hanks einhver handamerki og benda þegar hann var að stilla sér upp með meðleikurum sínum úr myndinni.

Rétt fyrir atvikið. Mynd/Getty

Síðan kom Wilson til eiginmanns síns og þau ræddu við starfsmanninn og virtust skamma hann eins og sést á myndunum.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Eftir atvikið héldu þau áfram að ganga rauða dregilinn og allt virtist leika í lyndi.

Hvorki Hank né talsmaður hans hafa tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla