fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Rákust á íslenska stúlku sem á óvenjulegt gæludýr – „Ó guð minn almáttugur, ég er með slöngu sem hatt“

Fókus
Mánudaginn 22. maí 2023 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhann og Eggert Unnar, eru íslenskir piltar sem hafa verið að gera það gott á samfélagsmiðlinum TikTok. Nýlega voru þeir á síðunni Omegle, þar sem hægt er að tala við ókunnuga í gegnum netið, að ræða við Íslendinga. Þar rákust þeir á íslenska stúlku sem á óvenjulegt gæludýr.

„Hún er með slöngu,“ æptu piltarnir þegar þeir sáu slönguna. Stúlkan með slönguna sagðist hafa keypt hana á Facebook fyrir 100 þúsund krónur, en hún fékk búrið með. Slangan er svokölluð kyrkislanga.  „Hún bítur ekki,“ sagði stúlkan og kyssti slönguna.

Ekki leist strákunum þá vel á blikuna. „Hún er í sleik við slönguna,“ sögðu þeir. En ekki voru þeir hræddari en svo að þeir spurðu hvort þeir mættu hitta slönguna. Sögðu þeir fylgjendum sínum að ef myndbandið fengi yfir 3.500 læk þá myndu þeir halda til fundar við slönguna.

 

@olafurjohann123 Hendið i follow á KICK @EggertUnnar ♬ original sound – oli

Tókst piltunum að fá 3500 „læk“ og gott betur, eða tæplega 9 þúsund slík. Þeir fóru því til fundar við slönguna og birtu að sjálfsögðu myndband af heimsókninni.

Sagði annar þeirra að hann á skalanum 1 til 10 myndi hræðsla hans líklega mælast 17, eða með öðrum orðum sprengja skalann. Slangan heitir Akíra og fengu þeir að halda á henni.

„Ég myndi kúra sko með fjórum ljónum áður en ég geri þetta aftur,“sagði Eggert. „Ó guð minn almáttugur, ég er með slöngu sem hatt.“

Aftur voru þeir þó tilbúnir að bjóða hræðslunni birginn og takist þeim að fá 5 læk á nýja myndbandið ætlar annar þeirra að setja slönguna um hálsinn á sér og fari læk yfir 10 þúsund ætla þeir að vera með slönguna með sér í útsendingu á Omegle.

 

@olafurjohann123Við fórum bara og hittum þessa kyrkislöngu !

♬ original sound – oli

Myndböndin hafa vakið mikla athygli og í athugasemdum sögðust margir netverjar vera til í að eiga slöngu sem gæludýr. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að strákarnir munu fá fleiri myndbönd með slöngunni Akíru og hvort hún fái að vera með þeim í útsendingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló