fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Íris bendir landsmönnum á að vanda sig í kvöld – „Orð bera ábyrgð“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld stígur Diljá Pétursdóttir á svið fyrir Íslands hönd á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision. Diljá er sjöunda í röðinni með lagið Power, en alls flytja 16 lönd framlög sín í kvöld. Tíu þeirra munu komast áfram á úrslitakvöldið, laugardaginn 13. maí.

„Í tilefni dagsins langar mig að skrifa nokkur orð. Í kvöld munu fulltrúar Íslands stíga á svið í seinni undanriðli Eurovision með hina ungu og stórkostlegu söngkonu Diljá Péturs í fararbroddi. Eftir þrotlausar æfingar, hlátrasköll og eflaust einhver tár mun hópurinn fá 3 mínútur til að heilla Evrópu, og reyndar allan heiminn, upp úr skónum. Þessar 3 mínútur er það eina sem skiptir máli,“ segir Íris Hólm, söngkona og förðunarfræðingur.

Segir hún að það sem skipti líka máli sé að við gerum okkur grein fyrir því að hópurinn mun og ætlar að gera sitt allra besta.

„Það er jú það eina sem við öll getum gert, í hverjum því sem við tökum okkur fyrir hendur. Bak við þessar 3 mínútur eru manneskjur sem vita að augu og eyru allra Íslendinga eru á þeim og það er engin smá pressa að hafa á sér. Bak við þessar 3 mínútur eru hundruðir klukkustunda. Bak við þessar 3 mínútur eru tilfinningar. Bak við þessar 3 mínútur eru manneskjur, með fortíð og með framtíð.“

Íris bendir á að orð beri ábyrgð. Skemmst er að minnast þess að María Ólafsdóttir, sem var fulltrúi Íslands árið 2015 með lagið Unbroken hefur alla tíð síðan fengið gagnrýni fyrri að hafa farið út með næstbesta lag þess árs. Friðrik Dór hefði átt að vinna. Rétt er að geta þess að María vann Söngvakeppnina og var því verðugur fulltrúi landsins árið 2015.

„Orð bera ábyrgð. Orð hafa áhrif. Orðum fylgir ábyrgð. En orðum getur líka fylgt byrði fyrir þann sem orðin eru látin falla um og ljótum orðum getur fylgt þung byrði sem geta dregið úr hamingju og lífsgæðum þeirra sem þau eru látin falla um,“ segir Íris.

„En með orðunum okkar getum við líka gefið öðrum byr undir báða vængi. Orð geta haft þau áhrif að fólk haldi áfram, gefist ekki upp og leyfi sjálfum sér að skína. Orðin okkar geta varpað ljósi á hæfni og hæfileika annarra og lyft þeim upp.

Ég vil búa í samfélagi þar sem allir fá að skína. Ekki bara skína í 3 mínútur. Heldur skína út lífið.

Vöndum okkur í kvöld. Þessar 3 mínútur er bara byrjunin á einhverju stórkostlegu fyrir Diljá.

Verum þar.

Verum með henni.

Stöndum með henni.“

Eurovision hefst kl. 19 í kvöld á RÚV og eins og fyrr segir er Diljá sjöunda á svið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára