

Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur birt tilkynningu þess efnis að uppselt sé á alla fjóra fyrirhugaða tónleika hans í Háskólabíói en boðið verði upp á streymi í beinni útsendingu í gegnum Sjónvarp Símans og Lively Events.
Fyrir nokkrum misserum var mannorð Ingólfs lítils metið vegna ásakana á netinu um kynferðisofbeldi gegn konum, en hann hefur ávallt neitað þeim ásökunum. Á þeim tíma hefði samstarf hans við Símann tæpast verið inni í myndinni en nú virðist öldin önnur.
„Til að bregðast við fjölda fyrirspurna verður tónleikunum á laugardagskvöldið kl 19.30 streymt í beinni útsendingu gegnum sjónvarp Símans og Livey Events. Fyrir þá sem ekki eru með aðgang að Sjónvarpi Símans er hér linkur til að geta horft á viðburðinn hvar sem er gegnum Livey Events,“ segir Ingólfur í tilkynningu sinni.