fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fókus

Fékk skilaboð frá ókunnugum karlmönnum „sem voru gríðarlega ánægðir með þessa brjóstasýningu“

Fókus
Þriðjudaginn 28. mars 2023 08:59

Saga Garðars í þættinum. Mynd/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Garðarsdóttir, leikkona, handritshöfundur og grínisti, var gestur í spjallþættinum Vikan með Gísla Marteini síðastliðið föstudagskvöld.

Hún vakti mikla athygli í þættinum og þá var það sérstaklega kjóll hennar sem vakti athygli. Hún ræddi nánar um málið í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina, Vísir greinir frá.

„Ég ákvað að fara í sumarkjól sem ég átti, sem er kannski efnisminni en flest föt sem ég er oft í […] Þegar ég sat þá var hann smá laus í kringum brjóstin á mér, og ég frétti að það hafi munað litlu að geirvartan á mér hafi sést,“ sagði Saga.

Hún útskýrði að hún hafi verið búin að biðja Gísla Martein og bardagakappann Gunnar Nelson, sem var einnig gestur í þættinum, að fylgjast með og láta hana vita ef hún myndi óvart sýna geirvörtu.

„Þannig að þeir voru alltaf að horfa á brjóstin á mér og greinilega öll þjóðin líka,“ sagði leikkonan.

Saga sagði að eftir þáttinn hafi hún fengið fjölda skilaboða frá ókunnugum körlum „sem voru gríðarlega ánægðir með þessa brjóstasýningu sem var greinilega í gangi.“

Hún las upp nokkur af umræddum skilaboðum.

„Flott hjá Gísla Marteini! Flott að þora að sýna bobbana!“

„Hvaða skálastærð ertu? Notar þú [brjóstahaldara] með spöng?“

„Þetta er aðeins brot af því besta,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala