fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Fannst vanta íslenskt barnaefni fyrir dóttur sína og ákvað að svara kallinu sjálfur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:59

Einar Björn í hlutverki Sólons. Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Björn Þórarinsson var að leita að íslensku barnaefni fyrir dóttur sína en fannst lítið sem ekkert í boði. Eftirspurnin var greinilega til staðar en framboðið ekki. Hann tók þetta í eigin hendur og bjó til skemmtilega og lífsglaða karakterinn Sólon.

Í samtali við DV segir Einar Björn að röð atvika hafi orðið til þess að Sólon varð til en það sem hafði mest áhrif var dóttir hans.

„Ég tók eftir vöntun á íslensku barnaefni og fannst skemmtileg tilraun að henda mér í þennan skrýtna heim og prófa að framleiða barnaefni sjálfur,“ segir hann.

Mynd/Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir

Markmiðið er að framleiða efni sem er aðgengilegt öllum, hægt er að nálgast þættina á YouTube og á SólonBarnaefni.is. Nú þegar eru komnir út tveir þættir og eitt lag, en nýr þáttur kemur mánaðarlega.

Hver er Sólon?

Sólon er ofurhetja sem býr á Sólinni. Hann ferðast til jarðarinnar til þess að skoða spennandi staði, syngja og spila lög og til þess að fræða börn og hafa gaman. Besti vinur Sólons er Bína kanína sem tekur á móti honum þegar hann kemur til jarðarinnar. Þau skemmta sér saman og læra nýja hluti.

Aðsend mynd.

Góður í að vera kjáni

„Ég er tónlistarmaður þannig ég get samið lög, spilað á hljóðfæri og sungið, og ég er mjög góður í að haga mér eins og kjáni,“ segir Einar Björn og hlær.

Hann viðurkennir að það sé stundum smá óþægilegt en þetta sé líka eins konar útrás.

„Vinir og fjölskylda vita manna best að ég er mjög góður í að pirra þau með því að vera barnalegur og leiðinlegur,“ segir hann kíminn.

„Ég ákvað að ef ég ætlaði að gera þetta þá ætlaði ég „all in“ og bara hætta mér í þetta. Ég plata konuna í að taka upp, annars erum við bara að gera þetta ein.“

Dóttir Einars er 20 mánaða gömul og elskar Sólon. „Hún er aðeins of ung fyrir efnið en dýrkar það, kannski af því að þetta er pabbi hennar,“ segir hann hlæjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“