fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Var hótað málsókn þegar hún neitaði að leika í kynlífssenu

Fókus
Föstudaginn 17. mars 2023 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Christina Ricci segir að eitt sinn á ferli hennar hafi henni verið hótað málsókn eftir að hún neitaði að taka þátt í kynlífssenu. 

Christina Ricci hefur verið lengi í bransanum, allt frá því að hún var bara barn að aldri. Hún mætti í The View og opnaði sig um ferilinn.

Hún var þar spurð hvernig starfsumhverfið í Hollywood, þegar Ricci var ungstirni, væri frábrugðið því sem ungt fólk í bransanum vinnur við í dag.

„Það er frábært. Við eldri konurnar tölum um stöðugt um þetta. Það er ótrúlegt að sjá að þau þurfa ekki endilega að ganga í gegnum það sama og við þurftum að gera. Þau geta sagt: „Ég vil ekki taka þátt í þessari kynlífssenu“, „Ég ætla ekki að vera nakinn“,“ sagði Ricci.

„Þau geta sett mörk fyrir sig sem okkur var aldrei leyft að gera. Einhver hótaði að lögsækja mig einu sinni því ég neitaði taka þátt í kynlífssenu með ákveðnum hætti. Þetta er mjög breytt og það er frábært að sjá.“

Ricci hefur áður minnst á þetta atvik, en í samtali við Variety í júní sagði hún:

„Ég man að einu sinni í kvikmyndatöku fannst mér eitthvað óþægilegt og þau hótuðu að lögsækja mig ef ég myndi ekki gera þetta. Það myndi aldrei gerast í dag.“

Ricci útskýrði að hún hefði engu að síður staðið með sjálfri sér og neitað og sem betur fer hafi enginn málsókn fylgt í kjölfarið.

Ricci var aðeins níu ára gömul þegar hún lék sitt fyrsta hlutverk, en það var sem hin fræga Wednesday Addams í kvikmynd um Addams fjölskylduna. Það var því viðeigandi að hún færi með hlutverk í nýrri þáttaröð um sömu persónu, Wednesday, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins