fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Jennifer Lopez setur villuna í Bel Air á sölu – Hringleikahús, kvikmyndasalur, sundlaug

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hefur sett fasteign sína í Bel Air í sölu. Setrið er í frönskum stíl og er föl fyrir 42,5 milljónir dollara.

Eignin er átta hektara og á henni má meðal annars finna hringleikahús, ofanjarðarlaug og heimabíó með plakötum af kvikmyndum sem hjónin hafa leikið í, líkt og segir á heimasíðu Wall Street Journal.

Líkt og alþjóð veit fundu Jennifer Lopez og Ben Affleck ástina að nýju og giftu sig með miklum glæsibrag síðasta sumar. Þá hugðust turtildúfurnar flytja með börn og búslóð í Bel Air-setrið sem Jennifer Lopez keypti af leikaranum Sela Ward og eiginmanni Howard Sherman fyrir 28 milljónir dollara árið 2016. Til stóð að taka setrið í gegn, en svo virðist sem plön Bennifer hafi breyst.

Samfélagsmiðlar hafa logað eftir rifrildi þeirra á Grammy verðlaunahátíðinni síðustu helgi. Er það þó ekki fyrsta rifrildið sem fer á dreifingu um netið. Hvort salan á setrinu tengist þessum brestum í hjónabandinu verður framtíðin að leiða í ljós.

Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima

Átta hektara eignin er sannkallaður töfraheimur fullorðinna með eigin stöðuvatni með sandströnd, fossi, púttvelli, 100 sæta útihringleikahúsi, pagóðu með eldgryfju, öðru úti setusvæði með eldgryfju, hektara af skógi með gönguleiðum og landslagshönnuðum trjám nálægt aðalhúsinu og tveimur gistihúsum, líkamsræktarstöð og ofanjarðarlaug. 

Aðalhúsið er síðan 1300 fermetrar, með sjö svefnherbergjum, nokkrum börum, leikherbergi, þrjátíu sæta sýningarsal, borðstofu, stórum borðkrók, nokkrum lúxumsetustofum og arinn í flestum rýmum. Hátt er til lofts og vítt til veggja og opnast öll herbergi út á verönd.

Stuttu eftir brúðkaupið seldi Affleck heimili sitt í Pacific Palisades fyrir 28 milljónir dollara. Hjónin hafa leigt sér aðra villu meðan framkvæmdir hófust á Bel Air-setrið. Nú er spurningin hvert þau hyggjast flytja næst, og hvort það verður saman eða sundur.

Rifrildið ekki það eina sem vakti athygli – Sjáðu svipbrigðin sem eru að gera allt vitlaust

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“

Hjólar í fyrrverandi prinsinn og sparar ekki stóru orðin – „Hann er fáfróður, frekur og heimskur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni

Fékk frábært starf sem barnfóstra hjá auðugum hjónum – En svo byrjaði hún að sofa hjá móðurinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár

Gunnar og Sigmundur Ernir ljúka bókakonfektinu í ár
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar