Út er komið glænýtt jólalag sem ber heitið Kósíkvöld í des og er flutt af Rakeli Pálsdóttur og Kjalari Marteinssyni. Rakel sem hefur stimplað sig inn sem ein af jólaröddum Íslands syngur nú dúett með Kjalari Idol stjörnu lagið Kósíkvöld í Des og er lagið nú þegar komið út á Spotify, apple music og öllum helstu streymisveitum.
Lagið er eftir lagahöfundinn Gunnar Inga Guðmundsson og textinn er eftir Gústaf Lilliendahl.
Fyrir ári síðan sendi Rakel frá sér jólaplötuna með Jólin í hjarta mér ásamt Gunnari Inga Guðmundssyni lagahöfundi og fékk platan mjög góðar viðtökur og var meðal annars plata vikunnar á Rás 2 og fékk góða spilun.
Að sögn Gunnars Inga höfundar lagsins varð lagið til er hann var að gramsa í voice memo appinu í símanum sínum og fann lítinn lagbút. „Mér fannst hann nokkuð góður og grípandi, en ég man ekkert nákvæmlega hvernig þessi lagbútur varð til en mjög sennilega við eitthvað fikt á gítarinn eða píanóið. Mér fannst þessi lagbútur standa mest upp úr af því sem ég var að skoða í símanum svo ég ákvað að halda áfram með að reyna að fullklára lagið og það tók nokkra stund, sumir kaflar voru erfiðari en aðrir hvað lagasmíðina varðar. Ég fór svo í það að gera prufuupptöku og þegar ég var komin með fyrstu uppköstin af laginu og sendi svo á Rakel og Kjalar svokallað demo til hlustunar og voru þau strax til í þetta. Eftir það sendi ég lagið til Gústaf Lilliendahl og köstuðum við hugmyndum fram og til baka upp á um hvað textinn ætti að fjalla um og útkoman varð Kósíkvöld í des og svo var textinn samin í kringum það þema.“
„Mig langaði til að útfæra lagið í nútímalegum eitís-stíl og tel ég það hafa tekist mjög vel, ég er allavega mjög sáttur við útkomuna og upptökuferlið gekk mjög vel,“ segir Gunnar Ingi ennfremur en hann leggur mikið upp úr frumsömdum lögum.
Lagið er fjörugt og sykursætt, og þessi hljóðheimur níunda áratugarins í laginu rammar tónlistina inn á mjög sjarmerandi máta sem kallast jafnvel á við vinsælustu bresk-ættuðu jólasmelli landans frá níunda áratugnum,“ segir í tilkynningu um lagið.
Gunnar Ingi Guðmundsson hefur haft í mörgu að snúast á þessu ári, hann gaf út sína fyrstu sóló plötu sem heitir Eyðibýli og hefur fengið góðar viðtökur og mikla hlustun á Spotify.
Texti lagsins fjallar um þá tilhneigingu að á jólunum hættir fólki til að einblína á hluti sem skipta í raun engu máli. Því þegar á öllu er á botninn hvolft þá er það samveran og augnablikin sem skipta mestu máli.
Tónlistarferill Rakelar Pálsdóttur hófst með sigri hennar í Söngvakeppni Samfés árið 2004. Síðan þá hefur hún stundað nám í Tónlistarskóla FÍH, stofnað hljómsveitina Hinemoa og sungið raddir í ýmsum verkefnum og komið margt oft fram í Eurovision, bæði sem bakrödd og aðalrödd. Rakel hefur haft í mörgu að snúast á þessu ári. Hún gaf út sína aðra plötu síðastliðið vor sem heitir Von, en Rakel hefur verið að koma mikið fram í brúðkaupum, afmælum og núna síðast á Halloween Horror Show, sem og á 35 ára afmælistónleikum með Stjórninni sem bakrödd.
Stefán Örn Gunnlaugsson í Stúdíó Bambus sá um upptökur, hljóðblöndun og útsetningar og Sigurdór Guðmundsson í skonrokk studios sá um tónjöfnun.
Þetta er í fyrsta skipti sem þau Rakel Pálsdóttir og Kjalar Martinsson Kollmar leiða saman hesta sína sem dúett og þeirra fyrsta jólalag saman en þau bæði eru virkilega sátt með útkomuna og geta vel hugsað sér að henta í annað lag fyrir næsta vor sem dúett. Kjalar Martinsson Kollmar eða bara Kjalar spratt fram á sjónarsviðið í fyrra vetur með þátttöku sinni í Idol stjörnuleit og Söngvakeppni sjónvarpsins og vakti þar mikla athygli. Hann segist hafa verið umkringdur tónlist allt sitt líf. Kjalar gaf út plötuna Kjalar við píanóið þann 6.október síðastliðin sem er hans fyrsta plata og fengið góðar viðtökur.
Þau Rakel, Kjalar og Gunnar Ingi eiga öll það sameiginlegt að hafa gefið út plötur á þessu ári. Gústaf lagði handbragð sitt á plötu Rakelar þar sem hann á þar texta við tvö lög. Svo hér er um mikið hæfileikafólk að ræða.
Það er alveg nokkuð ljóst að lagið Kósíkvöld í des á eftir að koma öllum í jóla-kósí stuð á aðventunni og ætti því að geta snert hátíðlega taug í öllum, óháð jólahefðum og fyrir þá sem eru mjög áhugasamir um jólalög þá er lagið nú þegar í spilun á Jóla Létt-Bylgjunni.