fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Rýfur loks þögnina um glæpinn – „Fannst ég vera slæm móðir ef ég gerði þetta ekki – svo ég gerði það“

Fókus
Laugardaginn 2. desember 2023 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Desperate housewives leikkonan Felicity Huffman vakti gríðarlega athygli fyrir nokkrum árum þegar upp komst um hlut hennar í umfangsmiklu háskólasvindli. En hún var ein fjölmargra sem hafði greitt mútur til að tryggja barni sínu vist í góðum háskóla og sniðganga þar með hefðbundið umsóknarferli í skjóli auðæfa sinna.

Huffman játaði sök sína í málinu og var dæmd til að gegna samfélagsþjónustu. Nú hefur hún loksins rofið þögn sína um glæpinn í viðtali við ABC 7.

Huffman leggur þar áherslu á að hún hafi ekki viljandi reynt að spila á kerfið, hún hafi aðeins viljað það besta fyrir dóttur sína.

Til hennar hafi leitað maður sem sagðist hafa milligöngu milli háskóla og auðugra foreldra til að gefa börnum þeirra forskot í umsóknarferlinu.

„Eftir um ár fór hann að segja að dóttir mín myndi ekki komast í neinn af þeim háskólum sem hana langaði í,“ sagði Huffman.

„Og ég trúði honum. Svo þegar hann fór hægt og rólega að kynna þessi glæpsamlegu áform fyrir mér, þá tók ég mark á því, og ég veit að það hljómar galið en ég taldi þetta vara einu leiðina til að tryggja dóttur minni framtíð. Ég veit að það er auðvelt að vera vitur eftir á, en ég taldi að ég væri slæm móðir ef ég gerði þetta ekki svo ég gerði þetta. Fólk heldur að ég hafi gert þetta til að reyna að svindla á kerfinu og að ég hafi gert einhvern skuggalegan samning í myrku húsasundi. Málið var ekki það einfalt.

Mér fannst ég þurfa að tryggja dóttur minni bestu tækifærin í framtíðinni svo þetta var framtíð dóttur minna sem var í húfi, sem þýddi að ég þyrfti að brjóta lög.“

Huffman tók skýrt fram að dóttir hennar hafi ekkert vitað, ekki fyrr en Huffman var handtekin. Leikkonan segir að handtakan hafi verið ein versta stund lífs hennar. Lögreglumenn hafi ruðst inn á heimili hennar vopnaðir, sem í ljósi þess brots sem hún var grunuð um, hafi verið úr öllu hófi.

„Ég hélt þetta væri hrekkur. Ég bókstaflega sneri mér að einum alríkislögreglumanninum, í einkennisjakka með byssu og spurði – Er þetta grín?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar