fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Kleini setur Porsche-inn sem hann gaf Hafdísi á sölu – Hana langaði ekkert í hann

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. desember 2023 15:45

Þetta var ekki bíllinn sem hana langaði í. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, er nú að reyna að selja forláta Porsche bifreið sem hann gaf unnustu sinni, Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, fyrir aðeins viku síðan. Hún vildi annan bíl.

Vísir greinir frá þessu.

Hinn svarti Porsche jeppi er auglýstur til sölu á síðu manns er kallast Braskara Jói. Verðið er 6 milljónir og 290 þúsund krónum betur.

Í skriflegu svari til Vísis segir Kristján:

„Ég spurði Hafdísi hvað hún vildi í jólagjöf og sendi hún mér mynd af þessum bíl svo ég keypti hann og kom henni á óvart. Hún var í miklu sjokki og þorði ekki að segja mér að þetta væri ekkert bíllinn sem hana langaði í enda sendi hún þetta í einhverju djóki.“

Sjá einnig:

Kleini sneri aftur á samfélagsmiðla með svakalegt myndband – Kom Hafdísi rækilega á óvart með risajólagjöf

Hann sé nú að bíða eftir að selja þennan bíl og finna svo draumabíl Hafdísar.

TikTok færslan og myndbandið þar sem Kristján gaf Hafdísi téðan Porsche vakti mikla athygli en þetta var fyrsta færsla hans á samfélagsmiðlum í langan tíma.

„Kleinukrækir kom snemma til byggða,“ skrifaði hann í færslunni. Fyrst gaf hann henni Crocs skól en síðan sneri hann henni við og sýndi bílinn.

„Ertu að gefa mér Porsche?!“ spurði hún. Það var greinilega ekki það sem hana langaði í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna