fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni fyrir heimskulegasta húðflúr allra tíma

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2023 11:30

Mynd: Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður nokkur ákvað að fá sér húðflúr til heiðurs kærustu sinni. Slík húðflúr skipta sennilega hundruðum þúsunda víðs vegar um heiminn, enda oftast gert með rómantískum huga meðan ástin er við völd og allt það. Margir setja upphafsstafi sinnar heittelskuðu, fullt nafn, blóm eða annað álíka krúttlegt.

Þessi ungi maður fór þó allt aðra leið, eins og sjá má í 20 sekúndna myndbandi á TikTok. Þar má sjá kærustuna bíta sig heittelskaða svo fast í upphandlegginn að allur tanngarðurinn er sjáanlegur á eftir. Næst má heyra húðflúrnálina fara í gang og viti menn, nú er þessi ágæti maður rækilega merktur sinni heittelskuðu að eilífu, þar til dauðinn aðskilur þau og tanngarðurinn um leið.

@bettyzootattoo Bite Mark tattoo #fyp #bf #tattoo #bitemarktattoo #foryou #trending #onthisday #fypviralシ ♬ My Love Mine All Mine – Mitski

Myndbandið er birt af Betty Zoo Tattoo, húðflúrstofu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Meira en 14 milljón áhorf voru á myndbandið á innan við viku og auðvitað fjöldi athugasemda, sem fæstar eru jákvæðar.

„Hvað er heimskulegasta húðflúr sem þú getur hugsað þér að fá þér?“

„Hver ​​er heimskulegasta hugmyndin að húðflúri… mig langar í eitt slíkt?“

Nokkrir bentu ef parið myndi hætta saman hvernig maðurinn ætlaði að útskýra húðflúrið fyrir næsta maka.

Ekki voru þó allir á móti húðflúrinu, þar sem einn notandi skrifaði: „Ó, ég held að ég sé sá eini sem líkaði við þetta.“ Annar sagði: „Bíddu, mér finnst þetta lágkúrulega sætt.“

Svona er hann merktur sinni heittelskuðu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því