fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Fókus

Jólagleði í Garðabæ – Leikskólabörnin kveiktu jólaljósin á Garðatorgi

Fókus
Föstudaginn 1. desember 2023 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með samstilltu átaki Almars Guðmundssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, og leikskólabarna í bænum voru ljósin á jólatrénu á Garðatorgi tendruð nú rétt eftir hádegið.

Spennan í loftinu var mikil í fallegu veðrinu á fyrsta degi jólamánaðarins þegar börn úr leikskólum bæjarins söfnuðust saman fyrir framan jólatréð, sem árlega er ljósum prýtt fyrir framan bæjarskrifstofurnar á Garðatorgi allan desember og fram á nýtt ár. Hefð er komin á það að börn úr leikskólum bæjarins eru í aðalhlutverki þegar kveikt er á ljósunum á trénu.

Þegar Almar bæjarstjóri fékk börnin í lið með sér og allir lyftu höndum í einu gerðist það – ljósin kviknuðu við mikil fagnaðarlæti á Garðatorgi. Ekki kárnaði gamanið þegar jólasveinar tveir örkuðu inn á torgið, tóku völdin af bæjarstjóranum, og hófu upp raust sína og skemmtu viðstöddum með gamanmálum og söng þangað til pokinn góði var opnaður, með aðstoð bæjarstjóra (fyrrverandi og tilvonandi á þeim tíma að sögn jólasveinanna) og fleira góðs fólks.

Nú er Almar væntanlega aftur tekinn við völdum í Garðabæ, jólasveinarnir að undirbúa heimsóknir til fleiri barna, og óhætt er að segja að jólamánuðurinn byrji vel í Garðabæ.

Jólasveinar
play-sharp-fill

Jólasveinar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi gekk í gegnum annað sorgarferli eftir skilnaðinn þegar nákominn vinur reyndist ekki vinur í raun – „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“

Simmi gekk í gegnum annað sorgarferli eftir skilnaðinn þegar nákominn vinur reyndist ekki vinur í raun – „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Útlit Katie Price eftir umdeildu andlitslyftinguna veldur áhyggjum – „Hvar eru eyrnasneplarnir hennar?“

Útlit Katie Price eftir umdeildu andlitslyftinguna veldur áhyggjum – „Hvar eru eyrnasneplarnir hennar?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem Katy Perry iðkar ef eiginmaðurinn vaskar upp

Kynlífsathöfnin sem Katy Perry iðkar ef eiginmaðurinn vaskar upp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gríðarlegur munur á Johnny Depp frá því að „rotnandi“ tennur hans vöktu athygli

Gríðarlegur munur á Johnny Depp frá því að „rotnandi“ tennur hans vöktu athygli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival

Ljósbrot valin á BFI London Film Festival
Fókus
Fyrir 4 dögum

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni

Setur spurningarmerki við háttsemi læknisins sem sagði að hún gæti ekki eignast börn – Á von á sínu öðru barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“

Kevin myndaði eldgosið og átti ekki von á þessu – „Ekki vera þessi manneskja“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér

Konan mín fór í háloftaklúbbinn með öðrum en mér
Hide picture